en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13417

Title: 
  • Title is in Icelandic Tómstundir barna og ungmenna með fötlun : hvað hindrar?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni er leitast eftir því að svara spurningunni, tómstundir barna og ungmenna með fötlun – hvað hindrar? Í fyrsta kaflanum, Fötlun, er gert grein fyrir læknisfræðilega og félagslega sjónarhorninu á fötlun. Einnig er fjallað um fatlaða í nútímasamfélagi ásamt þróun í málefnum fatlaðra, en viðhorf almennings og stjórnvalda til minnihlutahópa í samfélögum eru oft þannig, að tíma tekur að fá breytingar í gegn. Rætt er um mikilvægi þess að vera þátttakandi í samfélaginu. Rýnt er í helstu ávinninga skipulagðra tómstunda ásamt hvaða þýðingu skipulagðrar tómstundir hafa í nútímasamfélagi. Greint er frá hinum ýmsum rannsóknum sem hafa leitt í ljós að börn og ungmenni með fötlun taka síður þátt í skipulögðum tómstundum en ófötluð. Jafnframt hefur komið fram að þau séu líklegri en önnur að vera ein eða með foreldrum sínum í frítímanum. Ýmislegt bendir til þess að börn og ungmenni með fötlun eigi færri möguleika til tómstundaiðkunar en ófötluð börn og ungmenni. Einnig hafa rannsóknir sýnt að foreldrar og fullorðnir sjá að mestu leyti um að skipuleggja líf þeirra. En talið er að börn og ungmenni með fötlun fá sjaldan tækifæri til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja. Komið er inná mikilvægi þess að veita börnum og ungmennum með fötlun tækifæri til þess að æfa sig að ákveða sjálf hvað þau vilja hafa fyrir stafni í frítímanum. Ekki á að ákveða fyrirfram hvað ekki sé unnt að gera í frítíma barna og ungmenna með fötlun. Það þarf að hugsa hlutina uppá nýtt og líta frekar til tækifæranna en ekki hindranirnar. Sú staðreynd að ákveðinn hópur í samfélaginu áliti sig utanveltu er ekki ásættanlegt í nútímasamfélagi. Jafnframt ber að hafa í huga að úrræði sem fela í sér aðgreiningu eru á skjön við mannréttindasáttmála.

Accepted: 
  • Nov 5, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13417


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hindranir í tómstundastarfi lok september.pdf329.98 kBOpenHeildartextiPDFView/Open