is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1342

Titill: 
 • Hlutverk hins opinbera í skipulagningu ferðamannastaða : hermidæmi: Vetraríþróttamiðstöð Íslands
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi skýrsla fjallar um hlutverk hins opinbera í skipulagningu og uppbyggingu ferðamannastaða.
  Fyrsti hluti hennar er nálgun á efnið frá fræðilegu sjónarhorni. Þar eru krufnar kenningar hinna ýmsu fræðimanna, sem hafa gefið út efni um málið og haldið því á lofti í gegnum árin. Þetta eru menn eins og Kotler, Gunn og Inskeep, svo nokkrir séu nefndir.
  Næsti hluti skýrslunnar er hermidæmið. Þar er kynnt til sögunnar Vetraríþróttamiðstöð Íslands, farið yfir verkefni hennar, stöðu og framtíðaráform. Gefinn er gaumur að tækjakosti, ráðstöfunarfé og þróunarvinnu.
  Þriðji hluti skýrslunnar er athugun. Í henni eru tekin viðtöl við nokkra aðila sem allir tengjast ferðaþjónustu á einhvern hátt. Sumir þessara aðila hrærast í hringiðu ferðaþjónustunnar á hverjum degi en aðrir koma að VMÍ með til dæmis stjórnarstörfum.
  Að lokum er farið í umræðu, tillögur og niðurstöður. Þar kemur fram að hið opinbera ætti að halda sig við óbeina þátttöku aðra en markaðsstarf. Óbein þátttaka telst uppsetning og rekstur grunngerðar, svo sem samgangna, veitukerfa og ýmissa íþróttamannvirkja. Hins vegar er mikilvægt að hið opinbera taki þátt í markaðsstarfi, þar sem ekki er sama hvernig svæði eða lönd eru kynnt eða hvernig ímynd er gefin út á við. Hvað Vetraríþróttamiðstöðina varðar er lagt til að hún verði áfram styrkt til uppbyggingar fyrir vetraríþróttir, en að tekið verði til endurskoðunar hvernig hún er markaðssett, með það í huga að búa til heildstæða markaðssetningareiningu, sem væri sameiginlegt átak sveitarfélaganna og framboðsins á svæðinu.
  Lykilorð: Ferðaþjónusta, skipulag, hið opinbera, sveitarfélög, ferðamannastaður

Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk hins opinbera_heild.pdf1.38 MBOpinnHið opinbera - heildPDFSkoða/Opna