Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/13421
Þetta verkefni er hefðbundin rannsóknarritgerð, þar sem aflað var gagna úr fræðilegum heimildum. Unnið var eftir rannsóknarspurningunni, hvernig getur þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi eflt sjálfstraust og seiglu ungmenna? Því var markmiðið að rannsaka unglingsárin, mikilvægi þess að hafa gott sjálfstraust á þeim árum sem og að búa yfir mikilli seiglu. Skoðaðar voru ótal margar rannsóknir og kenningar fræðimanna um það hvaða áhrif sjálfstraust og seigla hafa á líf unglinga. Sérstaklega var svo skoðað hvernig þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi getur haft jákvæð áhrif á líf unglinga og var tómstundamenntun tengd við það. Eftir þessa rannsóknarvinnu tel ég mig geta sagt það að þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi geti á margan hátt haft jákvæð áhrif á líf unglinga og þar með eflt sjálfsálit þeirra og seiglu.