Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13423
Í ritgerðinni er sagt frá starfendarannsókn í einum leikskóla þar sem leitast er við að svara hvernig grunnþættir menntunar í nýrri aðalnámskrá leikskóla endurspegluðust í verkefni sem var unnið með aðferðir Reggio Emilia og könnunaraðferðina að leiðarljósi. Í þeim tilgangi var settur saman rýnihópur sem var valinn með markmiðsúrtaki. Í rýnihópnum voru sjö þátttakendur, sem hittust sex sinnum til að meta hvern þátt fyrir sig: a) læsi, b) lýðræði og mannréttindi, c) jafnrétti, d) heilbrigði og velferð, e) sköpun og f) sjálfbærni. Verkefnið sem rýnt var tengdist hugmyndaferli leikskólabarna og þátttöku þeirra í uppbyggingu útikennslusvæðis. Rýnihópurinn leitaðist við að greina grunnþætti menntunar í þeim uppeldisfræðilegu skráningum sem voru unnar í tengslum við verkefnið frá ágúst 2009 til september 2011.
Grunnþættir menntunar eru nýir í þeirri mynd sem þeir birtast í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla 2011, sem heildstæð mynd af grundvallarþáttum í menntun barna í dag. Í ljósi þess þurfa skólar að hugleiða hvernig þeir vilja innleiða og vinna með þessa grunnþætti. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að unnið var að öllum grunnþáttum menntunar í þróunarverkefninu sem var unnið með aðferðir Reggio Emilia og könnunaraðferðina að leiðarljósi.
Niðurstöðurnar varpa ljósi á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar er unnið með grunnþætti menntunar: máttur leiksins, hvernig litið er á hlutverk kennara, að börn fái tækifæri til að vinna saman í mismunandi samsettum hópum að því sem þau hafa áhuga á, að skipulag og framkvæmd séu sveigjanleg, að hugað sé að gildi útináms og að hlúð sé að fjölbreyttum leiðum barna til tjáningar. Rannsóknin sýnir jafnframt fram á að uppeldisfræðilegar skráningar eru mikilvægar til að koma auga á þá möguleika sem eru til staðar til að meta, vinna með og efla grunnþætti menntunar í samþættu námi sem hefur áhuga barnanna, reynslu þeirra og virkni að leiðarljósi.
This essay discusses an action research analyzing how the fundamental
pillars of education in the Icelandic National Curriculum Guide for
Preschools, were reflected in a project inspired by the methods used by the
preschools in Reggio Emilia and the Project Approach. The fundamental
pillars of education being: literacy; democracy and human rights; equality;
health and welfare; creativity; sustainability. A focus group of seven
teachers were chosen with target sampling. The focus group met on six
occasions discussing how each pillar was reflected in the pedagogical
documentation from a project. In the project, spanning from August 2009
to September 2011, preschool children developed ideas and participated in
building an area for out-door education.
The fundamental pillars of education are new as a concept as they
appear in the National Curriculum Guide in 2011. They are the framework
for Icelandic education in Pre-, Compulsory- and Upper Secondary schools.
It is therefore important for teachers in schools to consider how to
implement the fundamental pillars in their education. The findings of this
research suggest that characteristics of the fundamental pillars of education
were all found in the project which was inspired by the methods of Reggio
Emilia and the Project Approach.
Certain aspects appeared repeatedly in the conclusions of the focus
group which could be of value when considering the fundamental pillars of
education. The significance of play, the expectations towards the teacher‘s
role, the importance of children being able to work in varied groups with
topics of personal interest, the flexibility of execution and structure, the
importance of out-door education and encouraging children´s diverse ways
of expressing themselves. Furthermore the research implies the importance
of pedagogical documentation to discover the many possibilities to assess,
develop and increase the fundamental pillars in education guided by the
interest, experience and participation of children.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna_Sofia_.pdf | 1,51 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |