is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13424

Titill: 
 • Hljóðfærni : próf sem greinir hljóðkerfisvitund nemenda í 1. bekk grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að búa til staðlað greiningartæki sem greinir ítarlega hljóðkerfisvanda nemenda í 1. bekk grunnskóla. Hugmyndafræði sem lögð er til grundvallar verkinu eru kenningar um þróun hljóðkerfisvitundar, einfalda lestrarlíkanið og kenningar um tengsl hljóðkerfisvitundar og lestrar. Einnig er byggt á hugmyndafræði um gildi snemmtækrar íhlutunar.
  Megindlegum aðferðum var beitt við rannsóknina sem byggði á fimm úrtökum. Þar á meðal voru tvö stöðlunarúrtök; bæði lagskipt klasaúrtök, sem samanstóðu af samtals 314 nemendum í 1. bekk grunnskóla. Auk þess voru notuð í rannsókninni úrtak barna fyrir forprófun og réttmætisúrtak barna sem grunur lék á að ættu við vanda að stríða. Að síðustu var fengið úrtak sérfræðinga sem mátu eiginleika prófatriða.
  Greiningarprófið Hljóðfærni inniheldur fimm prófhluta sem mæla hver sitt svið hljóðkerfis- og hljóðavitundar. Hver prófhluti samanstendur af tveimur til þremur undirprófum. Undirprófin eru samtals þrettán og inniheldur hvert þeirra tíu prófatriði. Heildartala Hljóðfærni er byggð upp þannig að tvö til þrjú undirpróf, sem meta sama svið hljóðkerfisvitundar með lítið eitt ólíkum hætti, byggja upp breiðari merkingu hvers prófhluta. Saman leggja þeir svo til fimm ólík svið færni í hljóðúrvinnslu til að byggja upp breiða merkingu heildartölu Hljóðfærni. Þannig er inntaksréttmæti prófsins byggt inn í það um leið og það er þróað á grunni fræðilíkana um hljóðkerfisvitund og hljóðkerfið.
  Rannsóknin leiddi í ljós að sterk fylgni er milli frammistöðu nemenda á greiningarprófinu Hljóðfærni og frammistöðu þeirra í lestri hálfu ári síðar, metinni með stöðluðu lestrarprófi fyrir 1. bekk grunnskóla. Þessar niðurstöður eru í samræmi við margar erlendar og íslenskar rannsóknir sem hafa sýnt fram á fylgni hljóðkerfisvitundar og lestrar. Auk þess leiddi rannsóknin í ljós tölfræðilega marktækan mun á frammistöðu kynjanna, stúlkum í vil. Rannsóknin sýndi að greiningarprófið hefur góða próffræðilega eiginleika, áreiðanleiki niðurstaðna á því er hár, bygging þess er í góðu samræmi við undirliggjandi kenningar, tengsl við skyldar hugsmíðar eru sterk en ívið veikari tengsl koma fram við fjarskyldar hugsmíðar, aldursviðmið hafa fullnægjandi gólf fyrir greiningu og það sýnir skýran mun milli tilviljanaúrtaks og úrtaks nemenda þar sem grunur er um vanda í lestri.

  Hljóðfærni, prófið sem þróað var í rannsókninni, hefur þegar verið gefið út til almennrar notkunar. Með útgáfu þess hefur verið leyst úr brýnni þörf þar sem til þessa hefur skort mælitæki til að meta hljóðkerfisvitund nemenda sem eru að hefja formlegt lestrarnám. Hér er komið fram nýtt próf sem er áreiðanlegt, hefur góðan stuðning við réttmæti og nýtist því vel við greiningu á hljóðkerfisvitund nemenda í 1. bekk grunnskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  Hljóðfærni - A Phonological awareness test to evaluate 1st grade students at risk for dyslexia
  The primary purpose of this study was to develop a new standardized test to evaluate problems in phonological awareness of first grade children in Iceland. The intended role of this test is to identify children that may be at risk for reading difficulties at the start of formal reading instruction in school. The test is based on theories of phonological development and the phonological structure of the Icelandic language, as well as the ideas of early intervention to layout the framework for the use of the test. The test has been published for use in Icelandic schools.
  The study draws upon five samples. The most important ones being the two stratified random samples of students within schools used for standardization for winter and spring norms. These consisted of a total of 314 students. Secondly, results based on the pretest sample and a validation sample are discussed. Finally, there is a discussion of the evaluation of test materials by potential users, speech language pathologists and special education teachers.
  The test Hljóðfærni is designed to yield a total score, which consists of five components, which in turn are based on thirteen subtests. Each subtest has ten items, each one using a different type of tasks. The five components unite related tasks into measures of broad aspect of phonological awareness. The tasks were selected and combined into the test components based on theoretical models of phonological development. The total score unites these five aspects into a broad measure of phonological awareness. The different tasks used at the sub-test level give the total score strong content foundation.
  The psychometric properties of Hljóðfærni are sufficient for a test intended for diagnostic purposes. A sample of content matter experts concluded that it's content was broad and in accord with theories of language development and the phonological structure of the Icelandic language. Estimates of the reliability of the total score of Hljóðfærni using internal consistency method were 0,88 for fall norms and 0.85 for spring norms. Test retest reliability was estimated to be 0,88. Factor analysis showed that sub-tests fall into one factor. The performance of a sample of students identified by schools as showing a potential of reading difficulties was significantly lower than that of the standardization sample. Finally, Hljóðfærni has strong correlation with standardized measures of sight word reading and with results from a reading screening test.
  Other important results include gender differences that exist at the beginning of formal reading, with the performance of girls begin better than that of boys.

Samþykkt: 
 • 7.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. verk. pdf.pdf1.71 MBLokaður til...25.09.2032HeildartextiPDF