is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13425

Titill: 
 • Skólaganga nemenda með lesblindu : námsaðferðir og sjálfstraust átta nemenda með lesblindu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginefni þessa lokaverkefnis er rannsókn á því hvernig nemendum með greinda lesblindu finnst best að læra og hvernig trú á eigin getu hefur áhrif á nemendur. Aðallega eru skoðaðir ákveðnir þættir í því sambandi. Þeir þættir eru í fyrsta lagi hvort og hvernig nemendur nýta sér styrkleika sína við nám. Í öðru lagi hvernig trú á eigin getu hefur áhrif á nám. Í þriðja lagi hvaða námsaðferðir (e. learning strategies) nemendur nýta sér og í fjórða lagi hvort nemendur þekki hugtakið námsvitund (e. metacognition) og þá hvernig hún nýtist þeim við nám. Til að leita svara við þessum spurningum voru tekin viðtöl við átta einstaklinga sem greindir eru með lesblindu og eru í öðru námi en grunnskólanámi. Þeir eru af báðum kynjum og á ýmsum aldri. Með viðtölunum er leitað leiða til að hlusta á raddir þessara einstaklinga og athyglinni beint að þeim aðferðum sem þeir beita við námið. Einnig er velt upp hugmyndum um hvort og þá hvernig trú á eigin getu hefur áhrif á nám og líf fólks. Markmiðið er að leita leiða til að styðja við nám þeirra sem eru með lesblindu. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem notast er við hálfopin viðtöl við gagnaöflunina. Gögnum var safnað frá desember 2011 til mars 2012. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendunum fannst ekki mikið hafa verið leitað eftir styrkleikum þeirra í námi, hvorki í grunnskóla né í framhaldsskóla. Nemendurnir eru einnig mismeðvitaðir um styrkleika sína. Þeir þekktu ekki hugtakið námsvitund og höfðu mismikið hugsað um trú á eigin getu. Nemendurnir voru hins vegar að nýta sér ýmsar aðferðir við námið og hafði hver og einn þróað með sér aðferðir sem hann taldi henta sér best.

 • Útdráttur er á ensku

  The main subject of this thesis is the study of how students with dyslexia
  need to learn and how self-efficacy affected students. The main aspect of
  that relationship is being examined or assessed. The factors are, first,
  whether and how students are using their strengths in learning. Secondly,
  how self-efficacy affects learning. Third, which learning strategies students
  are using and fourth, whether the students are familiar with the concept of
  metacognition and if they are, how does it contribute to their learning. To
  answer these questions, interviews were conducted with eight individuals
  diagnosed with dyslexia who are attending different schools now after
  graduating highschool. They are of both genders and various ages. The
  interviews were focused on listening to the voices of these individuals and
  explores the methods they use in their studying. Another question explored
  is whether and how self-efficacy affects learning and life in general. The
  goal was to find ways to support students with dyslexia. The study is based
  on qualitative methodology. Semi-structured interviews were conducted.
  Data were collected from December 2011 to March 2012. The main results
  are that schools were not looking for the students´ strengths, either in
  school or in college. The students are also variably conscious about their
  strengths. They did not know the concept of metacognition, and had
  varying thought on self-efficacy. The students did, however, make use of
  various methods of learning and had each developed the techniques that
  they felt fit the best.

Samþykkt: 
 • 7.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skólaganga nemenda með lesblindu.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna