is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13427

Titill: 
  • Mikilvægi forvarna í barnæsku gegn afbrotahneigð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um eigindlega viðtalsrannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar var að koma auga á áhættuþætti í umhverfi ungmenna sem sýnt hafa af sér afbrotahneigð. Skoðuð voru almenn persónueinkenni einstaklinga sem eru í áhættuhópi fyrir afbrotahneigð og þau borin saman við þátttakendur. Tilgangurinn með því var að skoða hvort þátttakendur hafi sýnt af sér hegðun í æsku sem telst til áhættuhegðunar og geti leitt af sér afbrotahneigð. Almennir áhættuþættir í fjölskyldum, sem og í skóla og samfélagi eru einnig skoðaðir og bornir saman við umhverfi þátttakenda. Að auki er bent á verndandi þætti einstaklingsins, fjölskyldu og skóla og samfélags. Í rannsókninni segja ungmennin fimm, sem fædd eru á árunum 1982-1993, sögu sína ásamt foreldrum.
    Gagnaöflun fór fram sumarið 2012 og voru samtals tekin 10 viðtöl, fimm við ungmenni og fimm við foreldra.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós mismikla áhættuþætti í umhverfi ungmennanna. Þeir áhættuþættir einstaklingsins, sem leiddu til afbrotahneigðar, voru hegðunarerfiðleikar líkt og hvatvísi, ofvirkni með athyglisbresti, lítil sjálfstjórn og slök félagsfærni. Skortur á jákvæðum geðtengslum við foreldri og/eða stofnanir samfélagsins var einnig áhættuþáttur. Áhættuþættir fjölskyldunnar, sem spáðu fyrir um afbrotahneigð voru afbrotahneigð foreldra og áfengis- og/eða fíkniefnaneysla foreldra. Áhættuþáttur skóla og samfélags var helst einelti í grunnskóla og lítil sem engin tengsl við stofnanir.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is based on qualitative research in which five juveniles, their parents participated. The objective of the research was to take a look at risk factors in the early childhood of the juveniles, point them out and compare to general risk factors that already have been researched and can predict delinquency.
    The thesis is based on the juveniles life-stories, born between 1982-1993, in which their and theirs parents experience is closely observed. The data collection took place during the summer of 2012, during which time a total of 10 interviews were conducted.
    The results reveal the risk factors of the individual, the family and of the school and community. The juveniles risk factors were some of a behavioral kind like impulsiveness, ADHD, low self-regulation and self-control and poor social skills. Also the deficiency of secure attachment to family or community was a risk factor. The family risk factors were criminal parents and parents alcohol and drug abuse. The school and community risk factors were bullying and a lack of attachment to the institutions of the community.

Samþykkt: 
  • 8.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ester Helga Líneyjardóttir.pdf907,99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EsterHelga_yfirlýsing.pdf353,75 kBLokaðurYfirlýsingPDF