is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13431

Titill: 
 • „Að vanrækja móðurmálið... það er synd, sem hefnir sín“ : íslenskukennsla í barnaskólum 1880-1920
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið er heimildaritgerð um kennslu námsgreinarinnar íslensku í barnaskólum landsins kringum aldamótin 1900. Við upphaf tímabilsins sem ritgerðin fjallar um (1880) voru skólamál Íslendinga heldur fátækleg miðað við það sem þekkist í dag. Örfáir barnaskólar störfuðu á víð og dreif um landið, námsgreinar voru ómótaðar og stjórnvöld höfðu takmarkaðan áhuga á málum barnafræðslunnar. Fjörtíu árum síðar (1920) var staða barnaskólanna hins vegar orðin sterkari og íslenska stóð traustum fótum sem grunnnnámsgrein í öllum barnaskólum landsins.
  Ritgerðin skiptist í fjóra kafla. Í þeim fyrsta er farið yfir stöðu fræðslumála á Íslandi á síðari hluta 19. aldar og er sjónum aðallega beint að málum barnafræðslunnar. Fjallað er um fyrirkomulag barnafræðslunnar og um tilkomu íslensku sem skólanámsgreinar. Annar kafli fjallar um þær hugmyndir sem uppi voru um kennslu og kennslufræði á tímabilinu. Kaflinn segir frá fyrstu íslensku kennslufræðingunum og framlagi þeirra til íslenskra skólamála. Í þriðja kafla er farið yfir þær kennslubækur sem notaðar voru við íslenskukennslu í barnaskólum á árunum 1880-1920. Fjórði og síðasti kaflinn fjallar loks um kennsluna sjálfa sem fram fór í barnaskólunum. Farið er yfir hvernig helstu undirgreinar íslenskunnar (lestur, skrift, réttritun og málfræði) voru kenndar en auk þess er fjallað um stöðu barnaskólanna og sjálfstæði þeirra.
  Nefna má þrjú meginatriði sem helst koma fram í ritgerðinni. Það fyrsta er að staða íslensku sem námsgreinar styrktist á tímabilinu sem rannsakað var. Annað atriðið er hve nútímaleg skrif íslensku kennslufræðinganna voru en allir kölluðu þeir eftir því að íslenska yrði aðalnámsgrein barnaskólanna. Það þriðja er sú þróun sem átti sér stað í útgáfu kennslubóka í íslensku á tímabilinu en í upphafi þess voru aðallega gefin út stafrófskver en eftir því sem leið á urðu bækurnar fjölbreyttari og sérhæfðari.

 • Útdráttur er á ensku

  This is a source essay that focuses on the teaching of the Icelandic mothertongue in primary schools in Iceland at the turn of the 20th century. At the start
  of the period which the essay covers (1880), the schoolsystem of Iceland was
  rather primitive. Only a few primary schools had been established, the school
  subjects were unstructured and the Icelandic government had limited interest
  in children's education. Forty years later (1920) the primary schools had
  become stronger and Icelandic as a school subject was the primary subject of
  their curriculum.
  The essay is divided into four chapters. The first one covers the state of the
  education system in Iceland in the second half of the 19th century and focuses
  mainly on children's education. The arrangement of the children's education is
  discussed along with how the Icelandic mother-tongue became a subject. The
  second chapter focuses on the main ideas regarding education and pedagogy of
  the period. The chapter discusses the first Icelandic pedagouegs and their
  contribution to the Icelandic school system. The third chapter is a review of the
  textbooks that were used for teaching Icelandic as a subject. The fourth chapter
  focuses on the teaching itself which took place in the primary schools and how
  specific subjects of Icelandic (reading, writing, spelling and grammar) were taught.
  The three main findings of the essay are the following. Icelandic became the
  main school subject in primary schools (1880-1920). The second finding is how
  modern the writings of the Icelandic pedagogs were. The third finding is
  development of the textbooks that were used to teach Icelandic, they became
  more diverse and specialized.

Samþykkt: 
 • 8.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgi Már lokaritgerð.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna