is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13432

Titill: 
 • Heiðarleg tengsl – Opið hjarta : forysta í skólastarfi á tímum alþjóðavæðingar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Síðustu áratugir 20. aldar og það sem af er þeirri 21. hefur verið kallað tími alþjóðavæðingar. Tímabilið einkennist af vaxandi alþjóðlegum samskiptum og tækninýjungum sem leitt hafa til víðari sýnar á umhverfið og upplausnar viðtekinna gilda og hefða. Breytingarnar hafa haft mikil áhrif á íslenska grunnskóla, enda sýna samanburðarrannsóknir að Ísland er eitt alþjóðavæddasta land í heimi. Rannsóknir benda einnig til að íslenskt skólastarf hafi ekki fyllilega náð að aðlagast breytingunum. Forysta er grundvallarþáttur í því að breytingar innan stofnana nái fram að ganga.
  Menntastofnanir á tímum alþjóðavæðingar bera einkenni opinna félagskerfa. Í opnum félagskerfum einkennist starfið af samskiptum. Í ritgerðinni er fjallað um kenningar sem leggja áherslu á samskipti sem grundvallarþátt í forystu í nútímaskólastarfi. Kenningarnar byggja fyrst og fremst á margbreytileika, heiðarleika og djúpum samskiptum og sýna hvernig vinna má með einkenni alþjóðavæðingarinnar á grundvelli þeirra gilda. Hugtökin sem þar eru lögð eru til grundvallar eru heiðarleg tengsl og opið hjarta.
  Í ritgerðinni er skýrt frá rannsókn þar sem skólastjórar í íslenskum grunnskólum eru spurðir hvort þeir beiti aðferðum sem mótast af stjórnun eða forystu í störfum sínum. Leitað var vísbendinga um hvort þær aðferðir sem íslenskir skólastjórar beita í forystu í grunnskólum geti mætt kröfum skólastarfs í alþjóðasamfélagi. Gagna var aflað með meginlegum rannsóknaraðferðum. Sendir voru spurningalistar til allra skólastjóra í grunnskólum á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að íslenskir skólastjórar beita fjölbreyttum forystuaðferðum en hneigjast þó fremur til forystu en stjórnunar. Þeir leggja mikla áherslu á heiðarleika og því er forysta þeirra vel til þess fallin að leiða skóla á tímum alþjóðavæðingar. Vísbendingar komu fram um að íslenska skólastjóra skorti forystuaðferðir til að taka á samskiptavanda og fá starfsfólk til að takast á við flókin vandamál. Niðurstaðan er sú að í því gæti vandi íslenskra grunnskóla við að aðlagast umhverfi alþjóðavæðingar verið falinn.

 • Útdráttur er á ensku

  The period spanning the last decades has been called the Time of Globalization. This period is characterized by increasing international communication and technological advances that have led to a wider understanding of the environment and the dissolution of accepted values and traditions. These changes have had effect on Icelandic elementary schools, as evidenced by comparative studies showing that Iceland is one of the most globalized nation in the world. Studies have also shown that the Icelandic school system has not managed to adapt fully to these changes. Leadership is the basis for successful change within institutions.
  Educational institutions in the time of globalization bear characteristics of an open social system where the work is characterized by communication. In the current report theories emphasizing communication as a basis for leadership within the education system will be discussed. These theories are based on diversity, honesty and trust and they show how the characteristics of globalization can be used as a basis for these values. The concepts that are here used as a foundation are "pure relationship" and an "open heart".
  In the current report a study will be described in which all school principals in Icelandic elementary schools are asked whether they use the methods prescribed by management or leadership in their work. Indications of whether the methods could meet the demands of education in an international community. Data was collected with quantitative research methods. The results show that Icelandic elementary school principals use a variety of leadership methods but tend toward leadership rather than management. They place heavy emphasis on honesty, thus their leadership is an appropriate means to direct schools in the time of globalization. Some indications suggest that Icelandic principals may lack proficiency with leadership methods for dealing with communication problems and inducing employees to tackle difficult problems. The conclusion is that this could explain the difficulties experienced by Icelandic elementary schools in adapting to the environment of globalization.

Samþykkt: 
 • 9.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðarleg tengsl – Opið hjarta.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna