is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13436

Titill: 
  • ,,Lost case" : upplifun fimm ungra manna af sérkennslu í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér er um að ræða eigindlega rannsókn sem snýst um að fá sýn fimm einstaklinga sem upplifðu sérkennslu í grunnskóla, sem jafnframt fól í sér aðgreiningu frá öðrum nemendum, á gagnsemi þeirrar reynslu og á námsumhverfið sem þeim var búið. Lagt var upp með rannsóknarspurningarnar: Hvernig upplifðu þessir ungu menn sérkennsluna sem unglingar og hvert er mat þeirra á gagnsemi sérkennslunnar þegar þeir horfa á líf sitt eins og það er í dag?
    Öflun upplýsinga fór fram með viðtölum við þátttakendur sem nú eru fullorðnir menn. Fjallað var um upplifun þeirra af því að vera settir í sérstakan bekk, mat þeirra á gagnsemi sérkennslunnar, þróun sjálfsmyndar, félagsleg tengsl og viðmið um nám og hegðun.
    Almennt var upplifun viðmælenda af sérkennslunni fremur jákvæð meðan á henni stóð. Þeir voru ekki tilbúnir til að beygja sig undir viðmið skólans um nám og framkomu og fannst, á þeim tíma, að með þessu móti væri verið að koma til móts við þarfir þeirra þar sem þeir urðu að vera í skóla. Þegar þeir horfa til baka sem fullorðnir menn eru fjórir þeirra hinsvegar sammála um að námsaðgreiningin hafi ekki gert þeim gagn, hún hafi frekar verið til að koma til móts við óleyst vandamál í skólanum. Kröfur um nám og vinnu voru minnkaðar sem virkaði letjandi fyrir þá til að takast á við námið og þeir telja að þeir hafi espað upp óviðeigandi hegðun hver hjá öðrum. Það að vera tekinn út úr bekk til að fara í sérkennslu hefur haft afgerandi neikvæð áhrif á sjálfsmynd þriggja þeirra, hinir tveir höfðu ekki verið í sérkennslu áður en til þessa úrræðis kom. Þeir myndu allir vilja að þeir hefðu getað nýtt sér skólagönguna betur þannig að þeir ættu auðveldara með að takast á við frekara nám. Von mín er sú að niðurstöður eins og í þessari rannsókn verði smám saman til þess að bæta námsaðstæður í skólum landsins og meiri áhersla verði lögð á að bjóða upp á leiðir sem eru líklegar til að bæta sjálfsmynd og sjálfstraust nemenda fremur en hið gagnstæða.

Samþykkt: 
  • 13.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed Jóna Benediktsdóttir.pdf2.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna