is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13437

Titill: 
 • „Ljós í myrkri“ : gildi tómstunda til aukinna lífsgæða fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á gildi tómstunda til aukinna lífsgæða fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein. Markmið rannsóknarinnar er að kynnast upplifun og viðhorfum þessara kvenna til tómstunda. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og var gagna aflað með sex hálf opnum einstaklingsviðtölum við konur sem hafa reynslu af brjóstakrabbameini, ásamt þátttökuathugunum. Úrtakið var blanda af snjóboltaúrtaki og markmiðsúrtaki. Við gagnagreiningu var unnið í anda grundaðrar kenningar. Gagnagreining leiddi í ljós samhljóm sem lagði grunninn að fjórum aðalþemum sem eru: Að geta haft eitthvað um líf sitt að segja, að vera hér og nú, að greina kjarnann frá hisminu, að hitta fólk með svipaða reynslu.
  Niðurstöður benda til þess að tómstundir séu mikilvægt bjargráð fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein þar sem tómstundir eru uppbyggjandi og sjálfsefandi andlega og líkamlega. Jafnframt sýna niðurstöður að með tómstundastarfinu gefst fólki tækifæri til að stækka tengslanet sitt en stuðningur og eftirfylgni eftir greiningu brjóstakrabbameins er mikilvægur þar sem greiningin er áfall og veldur tilfinningaróti. Stuðningur getur komið í veg fyrir félagslega einangrun og vanlíðan.
  Afrakstur rannsóknarinnar eru drög að bæklingnum: „Tómstundaúrræði fyrir konur sem greinast með brjóstakrabbamein.“
  Lykilorð: Brjóstakrabbamein, tómstundir, bjargráð, streita, sjálfsskoðun, lífsgæði, tómstundaúrræði, endurhæfing.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study is to highlight the value of leisure for quality of
  life for women who have been diagnosed with breast cancer. The aim of
  this study is to learn about the women‘s experience and aspect of leisure.
  The study is based on qualitative research and the data was collected with
  six semi open interviews with women who have experience of breast
  cancer, as well as participant observation. The sample was a combination of
  a snowball sample and a purpose sample. The data analysis was done in the
  spirit of Grounded Theory. The data analysis revealed harmony which
  created the foundation for the four main themes which are: To be in
  charge of your own life, to be here and now, to separate the wheat from
  the chaff, to meet people with similar experiences.
  The leading result show that leisure is an important coping mechanism
  for women who have been diagnosed with breast cancer as leisure is
  considered constructive and self-soothing both mentally and physically. The
  results also suggest that leisure support can prevent social isolation and
  distress after diagnosis of breast cancer, which often causes emotional
  trauma.
  The result of the study is a draft of the booklet: "Leisure programs for
  women who have been diagnosed with breast cancer."
  Keywords: Breast cancer, leisure, coping, stress, introspection, quality of
  life, leisure programs, rehabilitation.

Samþykkt: 
 • 14.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni fyrir Skemmu.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna