is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13438

Titill: 
  • Tvær fræðigreinar um frumkvæði í starfi. „Frumkvæði í starfi: Þáttabygging hugtaks og próffræðilegir eiginleikar mælitækis" & „Of mikið af hinu góða? Áhrifaþættir í mati stjórnenda á frumkvæði starfsmanna"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð samanstendur af tveimur fræðigreinum um frumkvæði í starfi. Fyrri greinin er rituð á íslensku og verður send til birtingar í Sálfræðiritinu, ritrýndu tímariti Sálfræðingafélags Íslands. Í þeirri grein er fjallað um hugtakið frumkvæði, en tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að skoða hvort þáttaformgerð hugtaksins frumkvæði sé sú sama í íslensku úrtaki og í áströlsku úrtaki. Í öðru lagi að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu frumkvæðiskvarða Parker og Collins (2010) og leggja mat á hvort þeir séu fullnægjandi til að hægt sé að nota hann rannsóknir á frumkvæði hér á landi. Þátttakendur voru 485 starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði (59,6% konur), bæði starfsmenn einka- og opinberra fyrirtækja ásamt útskrifuðum og núverandi nemendum í MBA námi tveggja íslenskra háskóla. Niðurstöður sýndu að þáttabygging frumkvæðis er öðruvísi í íslensku úrtaki en erlendis. Hér fellur líkan með tveimur annars stigs þáttum betur að gögnunum en líkan með þremur annars stigs þáttum. Próffræðilegir eiginleikar mælitækisins reyndust góðir, en ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að hægt sé að álykta hver formgerð frumkvæðis er.
    Seinni greinin er rituð á ensku og verður send í erlent ritrýnt tímarit til birtingar. Í þeirri grein er sjónum beint að stjórnendum og rannsakað hvaða þættir hafa áhrif á mat þeirra á starfsmanni sem tekur af skarið, en rannsóknin byggði á ramma De Stobbeleir, Ashford og Sully de Luque (2010) sem tiltekur hvernig einkenni starfsmanns, einkenni stjórnanda og einkenni frumkvæðis hafa áhrif á eignunarkenningar stjórnanda og mat hans á starfsmanni sem sýnir frumkvæði í starfi. Niðurstöður bentu til að fyrri frammistaða starfsmanns hefur áhrif á eignunarkenningar yfirmanns, en það hvort yfirmaður trúi því að persónulegir eiginleikar fólks séu í eðli sínu breytilegir eða ekki (implicit person theories) hefur ekki áhrif á eignunarkenningar hans. Tíðni frumkvæðis reyndist ekki miðla áhrifum einkenna starfsmanns eða yfirmanns. Niðurstöður bentu einnig til þess að þegar starfsmaður tekur af skarið eru eignunarkenningar yfirmanns eitt af því sem skýrir af hverju frumkvæði hefur áhrif á hversu sjálfsöruggur og hæfur starfsmaðurinn er talinn vera.

Samþykkt: 
  • 15.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Ásdís Eir Símonardóttir.pdf630.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna