is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13440

Titill: 
 • Tvöfalt hlutverk deildarstjóra : samstarf við kennara og skólastjórnendur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að athuga hvernig deildarstjórar upplifa samstarf sitt við kennara og skólastjórnendur. Fjallað er um tvöfalt hlutverk deildarstjóra sem stjórnanda og kennara, hvort þeir upplifa togstreitu milli hlutverkanna og hvernig þeim tekst að sameina þau.
  Rannsóknin fór fram á vorönn 2012 og fylgir eigindlegum rannsóknar-aðferðum. Tekin voru hálfopin viðtöl við fjóra deildarstjóra í þremur grunnskólum sem koma að stjórnun deilda á sitthvoru aldursstiginu, það er á yngsta stigi, miðstigi eða unglingastigi. Einnig voru tekin fjögur rýnihópa-viðtöl við kennara til að bera saman viðhorf kennara og deildarstjóra til samstarfsins.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að tvöfalt hlutverk deildarstjóra valdi togstreitu milli kennarastarfsins og stjórnunarstarfsins. Stjórnunarstarfið er umfangsmikið og undirbúningur kennslu fellur oftast utan við hefðbundinn vinnutíma þrátt fyrir að kennsluskylda sé lítil. Starfshlutfall í stjórnun virðist hafa áhrif á togstreitu milli hlutverka. Því minna starfshlutfall í stjórnun, því meiri togstreita.
  Kennurum og deildarstjórum finnst kennaraþáttur deildarstjórastarfsins vera mikilvægur. Kennslan veitir deildarstjórum ánægju, styrkir tengsl þeirra við aðra kennara og eykur skilning þeirra sem stjórnenda á því sem kennarar eru að fást við. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að deilda¬stjórar eru ánægðir í starfi og eiga gott samstarf bæði við kennara og skólastjórnendur. Þessi afstaða virðist vera skýrari en birtist í öðrum rannsóknum um störf deildarstjóra.
  Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að auka þurfi skilning á tvöföldu hlutverki deildarstjóra. Stjórnunarþáttur starfsins er umfangsmikill og krefjandi en að sama skapi er tenging deildarstjórans við kennarana mikilvæg fyrir faglegt starf í skólanum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research project is to investigate how heads of departments
  experience their cooperation with teachers and school administrators. The
  twofold role of the head of department is discussed, whether they
  experience conflict between the roles and how they manage to combine
  them.
  The research was conducted in the spring semester of 2012, using
  qualitative research methods. Semi-open interviews were conducted with
  four heads of departments in primary schools whose job responsibilities
  entail administration in different age groups, i.e. years 1-4, 5-7 and 8-10.
  Four focus group interviews with teachers were also conducted, in order to
  compare the attitudes of teachers and heads of departments towards the
  cooperation.
  The main results indicate that the twofold role of the head of
  department causes conflict between the teaching and the administrative
  side of the job. The administrative side is extensive and teaching
  preparation mostly falls outside of traditional working hours, even if
  teaching duties are minimal. The proportion of administrative duties seems
  to affect the level of conflict between the roles. The less proportion of
  administrative duties, the more conflict.
  Teachers and heads of departments feel that the teaching side of the
  head of department‘s job is important. Teaching gives the heads of
  departments satisfaction, enhances their relationships with other teachers
  and increases their understanding, as heads of departments, of what
  teachers are dealing with. The results of this research show that heads of
  departments are satisfied in their work and enjoy a good working
  relationship with both students and school administrators. This point of
  view seems to be clearer than what appears in other research on the job of
  the head of department.
  These results indicate that the understanding of the twofold role of the
  head of department needs to be increased.

Samþykkt: 
 • 19.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tvöfalt hlutverk deildarstjóra. Samstarf við kennara og skólastjórnendur.pdf653.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna