is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13442

Titill: 
  • Aðeins orð á blaði? : um sýn reykvískra grunnskólakennara á menntastefnuna skóli margbreytileikans
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Menntastefnan skóli án aðgreiningar/skóli margbreytileikans hefur verið leiðarljós Reykjavíkurborgar í sérkennslumálum í um áratug. Nemenda-hópur grunnskóla borgarinnar er nú margbreytilegri en nokkru sinni fyrr. Unnið hefur verið að þróun starfshátta innan grunnskólanna með það að markmiði að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. En fagleg umræða um menntastefnuna og skólastarf í víðu samhengi hefur ekki verið fyrirferðarmikil á þeim vettvangi og því nokkuð óljóst hver viðhorf almennra kennara eru til hennar.
    Í rannsókninni var könnuð sýn almennra grunnskólakennara í höfuðborginni á menntastefnuna og upplifun þeirra af innleiðingu hennar. Leitað var svara við því hvaða augum þeir líta margbreytileika nemenda og hvaða leiðir skólar fara til að mæta margvíslegum þörfum nemenda. Fjórir umsjónarkennarar störfuðu með rannsakanda. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og fór gagnaöflun m.a. fram með einstaklingsviðtölum og vettvangsathugunum í þremur grunnskólum á vorönn 2011.
    Niðurstöður leiða í ljós jákvæð viðhorf kennaranna til margbreytilegs nemendahóps og menntastefnunnar. Þeir líta svo á að almennur grunnskóli eigi að vera fær um að mæta þörfum allra nemenda. En þeir hafa efasemdir um innleiðingarferli menntastefnunnar. Viðhorf þeirra til þess virðist mótað af óöryggi og úrræðaleysi sem kennararnir upplifa. Kennararnir segjast hvorki kunna til verka þegar kemur að því að kenna öllum nemendum á árangursríkan hátt né til að styðja þá til félagslegar þátttöku. Niðurstöður sýna fram á ósamræmi milli orða kennaranna og verka. Þær benda til þess að innan skólasamfélagsins skorti sameiginlegan skilning á inntaki menntastefnunnar og skýra stefnu um skólastarf í anda hennar.
    Jákvæð viðhorf kennara í garð margbreytileika nemenda og nýrra starfshátta gefa tilefni til bjartsýni hvað framgang menntastefnunnar varðar. Kennarar eru lykilpersónur í því ferli. Miklu skiptir að unnið verði að því að efla þá til starfa í anda hugmyndafræði hennar, meðal annars með því að skerpa skilning á inntaki skólastefnunnar innan grunnskólanna og styðja kennara við að bæta fagmennsku sína.

Samþykkt: 
  • 20.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Axelsdóttir-læst.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna