is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13444

Titill: 
 • Ljósmyndun í kennslu myndlistar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þrátt fyrir aukna notkun á ljósmyndum í samtímalist og á öðrum vettvangi sjónmenningar þá hefur nánast engin áhersla verið á ljósmyndun í kennslu myndlistar í grunnskólum landsins. Rannsóknarspurningin er því: Hvað hefur helst áhrif á vægi ljósmyndunar í kennslu myndlistar?
  Rannsóknarsniðið er fræðileg úttekt. Í stuttu máli er fræðilegur texti og rannsóknir skilgreind sem gögn í slíkri rannsókn. Gagna er leitað á markvissan hátt, þau greind og samþætt þannig að draga megi af þeim nýjan lærdóm til aukins skilnings á viðfangsefni rannsóknarinnar.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir listheimspekilegum, list-, ljósmynda- og kennslufræðilegum bakgrunni rannsóknarinnar. Fimm meginþemu voru greind út frá þeim bakgrunni og nýtt sem leiðarstef í úttekt á orðræðu innan kennslufræði myndlistar. Með þessi leiðarstef í huga var gerð úttekt á yfir 300 greinum úr erlendum fagtímaritum sem fjalla um kennslufræði myndlistar. Andstæðum viðhorfum, sem komu fram í þeirri úttekt, var fylgt frekar eftir í úttekt á skoðanaskiptum þriggja kennslufræðinga myndlistar sem tókust á um fagurfræði og sjónmenningarfræði í kennslu myndlistar. Úttektirnar voru síðan samþættar og ákveðinn millivegur fetaður milli andstæðra viðhorfa til kennslu myndlistar.
  Helstu niðurstöður eru þær að hefðbundin módernísk grunnviðhorf hafa haft neikvæð áhrif á vægi ljósmyndunar í kennslu myndlistar þar sem ljósmyndun er lítils metin sem verðugt verkefni á því sviði. Sé hins vegar tekið mið af samtímalist í kennslu myndlistar með áherslu á sjónmenningarfræði, sjálfs- og samfélagsrýni og listrannsóknir þá eru auknar líkur á því að ljósmyndun öðlist brautargengi í kennslu myndlistar. Einnig eru tækniframfarir í myndmiðlun, myndvinnslu og aukin áhrif sjónmenningar líkleg til að stuðla að auknu vægi ljósmyndunar í kennslu myndlistar.

 • Útdráttur er á ensku

  Photography in Art Education
  In spite of increased use of photography in contemporary art as well as in visual culture in general there has hardly been any comparable use of photography in art education in the elementary schools in Iceland (12 to 16 year-olds). The research question is therefore: What is primarily affecting the use of photography in art education?
  The research design is a literature review dissertation. Theoretical texts and research outcomes are briefly considered as data. Systematic search, analysis and integration of data is undertaken for further understanding of research objectives.
  The art-philosophical, art-, photo- and education-theoretical background of the research is introduced in the first half of the dissertation. Five themes were identified in the theoretical background and used in further review of discourse in the field of art educational theory. Having these themes in mind, over 300 articles from magazines dealing with art educational theory, were reviewed. From this review, opposing arguments of three art education theorists were identified as important for the research and reviewed further. The arguments were for and against the importance of aesthetics and visual cultural studies in art education. Reviews were later integrated with an intermediate position and a critique of opposite opinions.
  The main conclusion of this research is that a traditional modernist paradigm in art education and art educational theory is likely to have a negative effect on the use of photography in art education because photography is there considered an unimportant educational prospect. If, however, contemporary art which might include visual cultural study, issue-based learning and art-based educational research (ABER) is integrated in art education, it is more likely that photography will be accepted in art education as it is already of great importance in these fields. Technical development within, and increased effect of visual culture is as well a positive factor for acceptance of photography in art education.

Samþykkt: 
 • 20.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ljósmyndun í kennslu myndlistar MVG.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna