is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13445

Titill: 
  • Hafa bæði kynin jafna möguleika til þátttöku í tómstundastarfi í félagsmiðstöðvum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tómstundir eru mikilvægar og eru stór þáttur í lífi barna og unglinga. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á síðustu árum sýna að þátttaka í félags- og tómstundastarfi hefur jákvæð áhrif á þann sem tekur þátt í því.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna möguleika beggja kynjanna til þátttöku í tómstundastarfi í félagsmiðstöðvum. Rannsóknin var bæði eigindleg og megindleg en tekið var viðtal við fjóra unglinga frá þremur landshlutum, jafnframt því var spurningalisti sendur til allra félagsmiðstöðva á landinu þar sem stjórnandi miðstöðvarinnar svaraði henni.
    Með rannsókninni var hægt að greina hvort starfsfólkið og unglingarnir upplifðu að bæði kynin hefðu jafna möguleika á þátttöku í tómstundastarfi í félagsmiðstöðvum.
    Einnig var hægt að greina hvað stelpur og strákar gerðu í félagsmiðstöðvunum og að lokum voru settar fram nokkrar hugmyndir um hvað hægt væri að gera til að jafna aðgengi þessara hópa.
    Helstu niðurstöðurnar eru þær að strákar koma oftar í félagsmiðstöðvarnar en stelpur. Flest allar félagsmiðstöðvarnar skipuleggja viðburðina hjá sér með áhuga beggja kynjanna í fyrirrúmi og þannig að þeir henti báðum kynjum.
    Bæði unglingarnir og stjórnendur félagsmiðstöðvanna sögðu að þegar stelpurnar kæmu í félagsmiðstöðina væru þær helst að spjalla, horfa á sjónvarpið og/eða taka þátt í skipulögðum viðburðum. Þegar strákarnir kæmu þá væru þeir helst að leika sér í Playstation 3, billjard eða borðtennis.
    Niðurstöðurnar gefa starfsfólki félagsmiðstöðva og þeim er að félagsmiðstöðvastarfi standa innsýn í upplifun unglinga. Einnig hversu mikilvægt það er fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva að skipuleggja starfið með áhuga beggja kynja að leiðarljósi og á þann hátt vonandi hvatning þannig að betur sé hægt að jafna aðgengi þessara hópa.

  • Útdráttur er á ensku

    Leisure activities are important and should play a big part in the lives of
    children and youngsters. A lot of surveys, which have been made in the past
    few years, show that participation in leisure activities has a positive impact
    on the ones taking part.
    The aim of this study was to explore whether boys and girls had equal
    opportunities when it comes to leisure activities.
    In the study both qualitative and quantitative methods were used.
    Interviews were taken with four youngsters from different parts of Iceland
    and a questionnaire was sent to all youth centers in Iceland where an
    official responded to it. The study made it possible to analyze whether both
    genders had equal opportunities in taking part in leisure activities in youth
    centers. The study also made it possible to analyze the activities of boys and
    girls in the youth centers as well as ideas regarding the possibilities how to
    make the accessibility of these groups equal.
    The main findings from this study are that boys come more frequently to
    youth centers than girls. Most of the youth centers organize the events they
    offer taking both genders interest into consideration.
    The youngsters as well as the youth centers officials indicated that girls
    attending the centers came there for chatting, watching TV and/or taking
    part in organized events. The boys on the other hand came there to play
    Playstation 3, billiard or ping pong.
    The study outcome gives the youth centers‘ officials as well as the ones
    in charge of such centers a look into the youngsters‘ experience. It is also
    important for the youth centers officials to organize the events taking into
    consideration the interest of both genders. Last but not least the study
    hopefully inspires everyone involved so equality can be obtained in all
    youth centers benefitting all.

Samþykkt: 
  • 20.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Ólafsdóttir .pdf828,42 kBLokaður til...01.10.2030HeildartextiPDF