is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13447

Titill: 
 • Þáttur leikskólastjóra í þróun faglegs lærdómssamfélags í leikskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á hvernig faglegt lærdómssamfélag þróast í leikskólum. Horft var á málið út frá sjónarhóli leikskólastjóra og var aðalrannsóknarspurningin: Hvaða leiðir fara leikskólastjórar við að þróa faglegt lærdómssamfélag? Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og tekin óstöðluð og opin viðtöl við þrjá leikskólastjóra sem stýra skólum sem taldir eru skilvirkir, en fylgja ólíkum stefnum í starfi sínu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að öllum þessum leikskólastjórum tekst að skapa góðan starfsanda með því að hafa gleðina að leiðarljósi í starfi skólans. Skólastjórarnir meta hvaða hæfileikum hver starfsmaður býr yfir og hvar áhugasvið hans liggur og veita honum síðan hlutverk í starfi skólans í samræmi við það. Með því að fela starfsmönnum sínum slíka ábyrgð sýna stjórnendur að þeir treysta starfsmanninum og álíta hann hæfan til verksins. Þannig skapast öflug liðsheild sem er undirstaða þess að hægt sé að vinna að því að ná markmiðum skólans. Þegar tekist hefur að skapa góða liðsheild leggja allir starfsmenn sitt af mörkum og bera sameiginlega ábyrgð á leikskólastarfinu í heild. Niðurstöðurnar sýna einnig að leikskólastjórarnir leggja mikla áherslu á gagnvirkt nám, þ.e. að starfsmenn læri hver af öðrum, og þeim hefur tekist að skapa þannig menningu innan skólanna að þar er ekki einungis litið á gagnvirkt nám sem sjálfsagt heldur nauðsynlegt. Ígrundandi samræður þykja nauðsylegar til að starfsmennirnir sameinist um gildi, skoðanir og sýn. Þar með sé hægt að meta starfið og ígrunda hvaða leiðir er hægt að fara til að auka gæði þess. Allir leikskólastjórarnir leggja áherslu á að starfsmennirnir fái nægan tíma til að hittast í vinnutímanum og ræða saman á faglegum nótum. Til þess að það sé mögulegt leggja starfsmennirnir sitt af mörkum með hjálpsemi hver við annan.
  Helstu hindranir við að þróa faglegt lærdómssamfélag felast í erfiðleikum við að ráða hæft fólk til starfa í skólana og takmörkuðum tíma fyrir allt starfsfólkið að hittast í einu, en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var í sumum bæjarfélögum skorinn niður tími til afleysinga og yfirvinnu. 

 • Útdráttur er á ensku

  The paper seeks to shed light on development of professional learning
  community in preschools.
  The perspective was from the viewpoint of the principal and the primary
  research question was: How do preschool principals develop professional
  learning community? Qualitative research method was applied and
  unstructured, in-depth interviews taken with three principals who are in
  charge of schools that are considered effective, but follow different policies
  in their work.
  The conclusion of the study is that the preschool principals create good
  work morale by placing emphasis on having fun in the entire schoolwork.
  The principals assess what skills each employee possesses and where his
  interests lie, and then gives him a role within the school accordingly. By
  assigning his employees such responsibilities the principal shows his trust in
  his worker and that he considers him qualified for the job. Thus he creates
  powerful team of staff, which is the basis for achieving the goals that have
  been set for the work within the school. When a good team work has been
  created all the employees are happy to contribute and be jointly
  responsible for the preschool. The results also show that preschool
  principals place great emphasis on collaborative learning, i.e. employees
  learning from each other, and have managed to create a culture within the
  schools where collaborative learning is not only looked upon as natural part
  of the schoolwork but a necessary one. Contemplationary conversation is
  considered necessary for employees in order for them to collaborate on
  values, beliefs and vision. This makes it possible to evaluate the work within
  the school and consider ways to improve its quality. All the principals place
  emphasis on adequate time within the working hours for the employees to
  meet and discuss the professional emphasis of their work. This is made
  possible by helpfulness of the employees to each other.
  The main obstacles in developing a professional learning community
  involves difficulties in hiring qualified personnel into the schools and
  limitation of time where all members of the staff can attend joint meetings,
  as allowance for staff replacement and overtime was cut down in some
  communities following the economic collapse in 2008.

Samþykkt: 
 • 21.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þáttur leikskólastjóra í þróun faglegs lærdómssamfélags í leikskólum (1).pdf660.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna