Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1344
Fjögur fyrirtæki voru tekin fyrir. Tvö heilbrigðisfyrirtæki, Heilsugæslustöðin á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og tvö tölvufyrirtæki, Mekka og Skrín. Skoðað var hvernig vinnuumhverfi starfsmanna er á þessum skipulagsheildum með tilliti til þróunar á tölvubúnaði. Til að meta hvernig vinnuumhverfi starfsmanna er þar voru tekin viðtöl við stjórnendur og könnun var lögð fyrir hluta starfsmanna. Könnunin tók á viðhorfum og væntingum starfsmanna til þess tölvubúnaðar sem þeim er séð fyrir í starfi. Þegar rætt var við yfirmenn var aðal áhersla lögð á stefnu, markmið og tæknimál skipulagsheildarinnar og hvernig þeim var háttað og hver áhersla þeirra var í sambandi við vinnuumhverfi starfsmanna. Spurningalistinn sem gerður var fyrir stjórnendur og könnunin fyrir starfsmenn voru hugsuð út frá breytingastjórnun og starfsmannastjórnun.
Stofnanirnar í heilbrigðisgeiranum voru síðan bornar saman og það sama var gert með fyrirtækin í hátæknigeiranum. Í kaflanum niðurstöðurnar var farið í að svara þeim rannsóknarspurningum sem lagðar eru til í inngangi. Aðalrannsóknarspurningin er hvort þróun tölvubúnaðar hafi áhrif á vinnuumhverfi starfsmanna. Niðurstaða var sú að óhjákvæmilega hefur það áhrif á vinnuumhverfi starfsmanna en þeir töldu að það hefði jákvæð áhrif. Starfsmenn heilbrigðisfyrirtækjanna þóttu einna helst að bæta mætti hugbúnað en Sögu-kerfið hefur verið að valda þeim töfum í starfi frá því að það var innleitt.
Þær tillögur sem höfundur leggur til fyrir stjórnendur þessara skipulagsheilda er að vinna þyrfti að skipulagðri starfsmannastefnu til að starfsmannamál yrðu skýrari innan fyrirtækisins.
Lykilorð:
Breytingastjórnun
Starfsmannastjórnun
Vinnuumhverfi
Heilbrigðisfyrirtæki
Hátæknifyrirtæki
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
vinnuumhvstarfsm.pdf | 775.02 kB | Members | Vinnuumhverfi - heild | ||
vinnuumhvstarfsm_h.pdf | 116.9 kB | Open | Vinnuumhverfi - heimildaskrá | View/Open | |
vinnuumhvstarfsm_u.pdf | 119.9 kB | Open | Vinnuumhverfi - útdráttur | View/Open | |
Vinnuumhverfi starfsmanna_viðaukar0001.pdf | 10.48 MB | Locked | Vinnuumhverfi - viðaukar |