is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13456

Titill: 
  • "Til þess að aðrir virði mann verður maður að virða sig sjálfur" : sýn kennara á virðingu í starfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að rýna í uppeldis- og menntunarsýn kennara með áherslu á sjálfsvirðingu kennara og hvernig þeir upplifa virðingu annarra fyrir kennarastarfinu. Einnig var markmiðið að leita þeirra leiða sem kennararnir telja að efli sjálfsvirðingu kennara og virðingu annarra fyrir kennarastarfinu.
    Um er að ræða eigindlega rannsókn með fyrirbærafræðilegu sniði. Tekin voru hálfopin viðtöl við sex kennara sem kennt hafa á miðstigi grunnskóla, þrjár konur og þrjá karla. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki og snjóboltaúrtaki. Við gagnagreiningu var notuð opin og markviss kóðun auk greiningarlíkans um uppeldis- og menntunarsýn. Líkanið var þróað á meðan gagnagreiningu stóð og útfært með því að bæta við þáttum sem beinast að „sjálfi“ kennarans.
    Helstu niðurstöður eru að kennararnir leggja almennt áherslu á starfsánægju, einstaklingsmiðað nám, vellíðan nemenda, gagnkvæma virðingu, metnað og sveiganleika í starfi. Þeir telja mikilvægt að kennarinn taki að sér fjölbreytt hlutverk og sé opinn fyrir nýjum hugmyndum og leiðum. Þeir álíta sig góða kennara sem geti náð árangri með nemendum. Kennararnir telja sig hafa sjálfsvirðingu í starfi og álíta að það eigi við um flesta kennara, því fáir endist í kennslu án hennar. Þeir telja að sumir kennarar, sem skortir þessa sjálfsvirðingu, tali niður til starfsins og/eða á afsakandi hátt um starfið. Þessi hópur sé fámennur en hávær. Kennararnir eru þeirrar skoðunar að kennari sem hefur ekki sjálfsvirðingu í starfi sinni því ekki sem skyldi og hafi það áhrif á nemendur, líðan þeirra, námsárangur og traust þeirra til kennarans. Kennararnir telja að nemendur og foreldrar sem þeir eru í samskiptum við beri flestir virðingu fyrir kennarastarfinu. Þeir upplifa aftur á móti að almenningur, sveitastjórnir og menntamálayfirvöld geri það ekki og umræða um kennarastarfið sé oft neikvæð og ófagleg. Að mati kennaranna hefur kennarastarfið breyst mikið síðustu ár og þekking annarra á starfinu sé oft takmörkuð. Til að efla sjálfsvirðingu kennara og virðingu fyrir kennarastarfinu telja þeir m.a. að kennarar þurfi að bera höfuðið hátt og efla jákvæða og faglega umræðu um kennarastarfið, bæði í fjölmiðlum og almennri umræðu, innan og utan kennarastéttarinnar. Þá voru kennararnir sammála um að fyrst og fremst þurfi að efla sjálfsvirðingu kennara enn frekar; það sé vís leið til að efla virðingu annarra fyrir starfinu.
    Lykilhugtök: Uppeldis- og menntunarsýn, sjálfsvirðing, sjálfsmat, sjálfstraust.

  • Útdráttur er á ensku

    “If you want others to respect you, you have to respect yourself”: Teacher´s views on professional respect
    The main goal of this study is to understand teacher´s pedagogical- and educational vision with emphasis on teachers´ self-respect and how they perceive respect for teachers in general. Another goal is to understand how to enhance teacher self-respect and the respect others have for teachers.
    A qualitative research method was used to gather and analyze the data. The data was collected by interviewing six teachers, three females and three males, who all have been elementary school teachers. The data was analyzed using an analytical model for teachers´ pedagogical- and educational vision. The model was modified during analysis and factors considering the teachers´ „self“ were implemented.
    The results of the study indicate that the teachers put emphasis on job satisfaction, differentiated classroom, student wellbeing, mutual respect, ambition and job flexibility. They find it important that teachers take on different roles and are open to new ideas and methods. They perceive themselves as good, successful teachers. They experience respect for themselves as teachers and believe that teachers in general have self-respect because teachers who do not have self-respect do not last in teaching for long. They discuss that some teachers, who lack self-respect, talk about their work in a degrading and a negative manner. The teachers believe that without self-respect teachers are not able to do their work in a sufficient way, which affects their students, their emotional wellbeing, academic achievements and trust towards their teachers. The teachersbelieve that most students and parents they interact with have respect for teachers. In contrast, they feel that, in general, respect for teachers is limited and discussion about teachers is often negative and unprofessional. Also the local governments, the ministry of education and the public do not respect teachers. The teachers feel that teachers´ tasks have transformed over the last few years and therefore common knowledge of what the profession entails is limited. To promote teachers self-respect and respect for teachers the teachers discuss the need of a positive and professional discussion about teachers, in the media and in general, among teachers and other social groups. First and foremost the teachers agree that by promoting teacher´s self-respect we will promote respect for teachers.
    Key words: Pedagogical- and Educational Vision, self-respect, self-esteem, self-efficacy.

Samþykkt: 
  • 22.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Erla Ólafsdóttir.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna