is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13457

Titill: 
  • Hundahald í þéttbýli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Engin sérlög um hundahald er að finna hér á landi. Ákvæði um hundahald eru á víð og dreif í löggjöfinni og töluverð réttaróvissa hefur ríkt um réttindi og skyldur hundaeigenda. Hundahald hefur aukist í þéttbýli og hundar gegna mikilvægum hlutverkum í samfélaginu. Þeir bæta og kæta lund og líðan manna og geta jafnvel bætt heilsu þeirra. Ekki eru allir hrifnir af hundum og árekstrar eiga sér stað í sambýli manna og hunda. Ekki kunna allir að nálgast eða skilja tjáningu hunda og slys geta orðið. Andstæðingar hundahalds vilja hunda úr þéttbýli og vísa til þess að þeim fylgi óþrifnaður og þeir geti verið hættulegir. Áður fyrr gilti hundabann í flestum sveitarfélögum landsins. Í dag er hundahald heimilt í lang flestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru lagðar ríkar skyldur og þeim gert að greiða gjöld til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa hinsvegar ekki brugðist við auknu hundahaldi og gera ekki ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut í bæjar- og borgarskipulagi. Nauðsynlegt er að setja sérstök hundalög þar sem fram koma öll réttindi og skyldur hundaeigenda og réttindi hunda. Tryggja verður öryggi annarra og framfylgja viðurlögum. Nauðsynlegt er að efla fræðslu innan samfélagsins og koma á fót fræðslustarfi í leik- og grunnskólum landsins. Þannig mætti stuðla að bættri hundamenningu, lögum og reglum um hundahald.

  • Útdráttur er á ensku

    There are no specific laws in Iceland about how to keep dogs in urban areas. Provisions about dogs are in various laws and dog owners have been uncertan of their rights and duties. The dog population has grown in urban areas and dogs now play many important roles in our community. They lift our spirits, make us happy and can even improve our health. However not everyone like dogs and disputes arise. Furtermore not everyone knows how to behave arround dogs or understand their expressions and accidents can happen. Those opposed to keeping dogs in urban areas point out that they leave dog waste arround and can be dangerous. In earlier days it was there was a bann against keeping dogs in towns and cities. However it is now allowed in most places, if dog owners fulfill certen provisions. Dog owners must be responsible and pay their duties to the community. The community, on the other hand, doesn‘t seem to keep the interrests of dogs or dog owners in mind and have not reacted to the growing dog population. Therefore it is nessecary to introduce a special legislation on how to keep dogs in urban areas, in which the rights and obligations of dog owners and the rights of the dog can be learned. It must ensure the safety of others and the provisions of the law must be enforced. Furthermore it is nessecary to improve dog in the community and establish dog educadunal programmes with in pre and primary schools. By doing so a good canine culture may be promoted.

Samþykkt: 
  • 22.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hundahald í þéttbýli.pdf721.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna