is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13463

Titill: 
 • Tengist mannanbindilektín skortur alvarlegum Epstein-Barr sýkingum? MBL magnmæling á sermi EBV sjúklinga
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ósérhæfða ónæmiskerfinu gegnir komplímentkerfið stóru hlutverki meðal annars við að þekkja og eyða sýklum. Virkjun komplímentkerfisins leiðir til þess að sýklar eru merktir til átu af sérhæfðum ónæmisfrumum auk þess sem stuðlað er að eyðingu þeirra með himnurofi. Lektín ferillinn er einn þriggja ferla sem virkja komplímentkerfið og mannanbindilektín (MBL) er eitt prótínanna sem ræsir það. MBL þekkir sykrumynstur á yfirborði sýkla og við bindingu þess virkjast serín próetasi (MASP) sem er í flóka með MBL. Við það fer af stað ferli sem leiðir meðal annars til áthúðunar sýkla og himnurofs. MBL hefur verið mikið rannsakað undanfarin ár einna helst vegna tengingar þess við ýmsa sjúkdóma. MBL er myndað í lifur og tjáð af MBL2 geninu. Ákveðnir þekktir erfðabreytileikar valda skorti á prótíninu í sermi og hafa þeir viðhaldist lengi í erfðamengi mannsinns.
  Einkirningasótt er veirusýking sem orsakast af Epstein-Barr veirunni (EBV). Sjúkdómurinn kemur helst fram hjá unglingum og ungu fólki. Hjá börnum er sýkingin oft einkennalaus en getur komið harkalega fram hjá ungu fólki. Hluti sjúklinga sem fær einkenni einkirningasóttar þarfnast sjúkrahúsinnlagnar. Tilfellunum getur fylgt langvinn sjúkrahúslega eða viðvarandi veikindi. Óþekkt er hvort þessi sjúklingahópur hafi á einhvern hátt ólíkt ónæmissvar við EBV sýkingu en aðrir.
  Markmiðið var að athuga hvort að MBL skortur sé algengari hjá einstaklingum sem þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna EBV smits en hjá einstaklingum sem voru einkennalausir við EBV smit. Gerð var MBL styrksmæling á sermi 72 einstaklinga. Allir höfðu þeir þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna EBV smits. Viðmiðunarhópur var ekki tiltækur og var því stuðst við birtar rannsóknir á MBL styrk í sermi til viðmiðunar.
  Enginn munur reyndist á meðaltalsstyrk MBL hjá EBV sjúklingahópi og heilbrigðum viðmiðum frá íslandi og danmörku. Miðgildið mældist nokkuð lægra hjá EBV sjúklingum en í viðmiðunarhópum. Um 42% sjúklinga voru með lágan MBL styrk (<500 ng/mL) sem er um helmingi hærri tíðni en í viðmiðunarhópum.
  Þar sem lágur styrkur var tíðari meðal EBV sjúklinga gefa niðurstöðurnar til kynna að hugsanlega hafi MBL skortur hlutverk í EBV sýkingum. Þörf er þó á frekari rannsóknum til að fá betur úr um það skorið.

Samþykkt: 
 • 26.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MargretArnardottir.Diplomaritgerd.2010.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna