Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13467
Markmið þessarar ritgerðar er að skoða náið kaupferli neytenda og þeirra sem fest hafa kaup á fellihýsi. Tvennskonar fræðinálgun var notuð við skilgreiningu á þáttum sem móta viðhorf og hegðun kaupenda. Fyrst voru áhrifaþættir kauphegðunar skilgreindir og síðan kaupferlið sem skiptist í fimm stig. Tilgangur ritgerðarinnar er að veita eigendum sprotafyrirtækisins, Eins létts ehf. djúpa innsýn í hugarheim neytenda þegar þeir festa kaup á fellihýsi. Fyrirtækið hefur hannað tjaldvagn sem býr yfir helstu eiginleikum fellihýsis og er að hefja innreið á markað. Gerð var eigindleg rannsókn í formi djúpviðtala við neytendur sem keypt höfðu fellihýsi á síðustu tólf mánuðum. Reynt var að greina þá þætti sem höfðu áhrif á kauphegðun þeirra og þá eiginleika sem skiptu þá mestu máli við valið á ferðavagni.
Niðurstöður gefa vísbendingu um mikilvægi þess að fyrirtæki hugi að ímynd sinni og tryggi að hún sé jákvæð í hugum neytenda til að efla traust þeirra í garð fyrirtækja því annars forðist þeir viðskipti. Einnig benda niðurstöður til þess að fyrirtæki ættu að efla þekkingu starfsmanna á vörunni ásamt því að leggja áherslu á þjónustulund. Efnahagsástand virðist hafa töluverð áhrif á kauphegðun og velja margir að kaupa notuð fellihýsi því að þeir vilja ekki taka lán. Neytendur virðast fyrst og fremst leitast eftir að uppfylla ákveðna þætti svo sem nægt pláss, miðstöð, gott svefnrými og meira geymslurými. Neytendur virðast fara í gegnum öll fimm stig kauphegðunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð-Elísabet Ólafsdóttir.pdf | 1,87 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |