is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13468

Titill: 
 • Greining og samanburður á íslenskum og þýskum húsnæðismarkaði
 • Titill er á ensku Analysis and comparison of the Icelandic and the German housing markets
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fasteignaverð á Íslandi tvöfaldaðist að raungildi frá byrjun þessarar aldar fram til miðsumars 2007. Húsnæðisverð hafði þá hækkað gríðarlega á flestum fasteignamörkuðum í Evrópu en tók svo að lækka í kjölfar þeirrar fjármálakreppu sem hófst síðsumars 2007 þegar verðgildi undirmálslána til fasteigna tók að falla í Bandaríkjunum og fasteignaverð í kjölfarið. Húsnæðisverð hrundi á Íslandi og hefur lækkað um 35% að raungildi með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu.
  Mikið hefur verið ritað um þetta efni að undanförnu, en minna farið fyrir tillögum að úrbótum á uppbyggingu íslenska húsnæðismarkaðarins. Höfundur mun því, auk greiningar á orsökum og afleiðingum þessa verðþróunnar á Íslandi, varpa ljósi á sérstöðu þýska húsnæðismarkaðarins þar sem stöðugleiki hefur verið viðvarandi í langan tíma. Lítið sem ekkert virðist hafa verið ritað um þýska húsnæðismarkaðinn hér á landi.
  Fræðigrunnur ritgerðarinnar byggir á kenningum hagfræðinnar um lögmál framboðs og eftirspurnar auk kenninga er snúa að uppbyggingu markaða og fjármögnun og rekstri eigna almennt.
  Samkvæmt niðurstöðum greiningar höfundar er íslenski húsnæðismarkaðurinn ekki sjálfbær og rekja megi stöðugleika þýska markaðarins til kerfisbundinna ástæða sem ná allt aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar og svo þeirra breytinga sem áttu sér stað á húsnæðismarkaði í kjölfar sameiningar Austur- og Vestur Þýskalands árið 1990.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2015
Samþykkt: 
 • 27.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heidar_BS.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna