is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13475

Titill: 
 • Lögleiðing kannabisefna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð eða rannsókn fjallar um hvort lögleiðsla kannabisefna á Íslandi muni hafa neikvæð eða jákvæð áhrif fyrir samfélagið. Í aldanna rás hefur mannkynið haft mikla reynslu
  af kannabis/marijúana plöntunni og afurðum hennar. Kannabisefni birtast okkur í ýmsu formi, svo sem í fatnaði, byggingavörum og jafnvel í matvælum, en stærsta ágreiningsefnið hvað
  kannabis varðar er hampurinn sem marijúana plantan framleiðir. Manneskjur geta reykt, borðað eða drukkið þessa afurð plöntunnar með þeim afleiðingum þær komast í vímu. Þessi víma er talin meðal neikvæðra eiginleika hennar. Hinsvegar telja margir, svo sem læknar og aðrir fræðimenn, að víman sé ekki jafn óæskileg og oft er haldið fram og skaðsemi kannabisefna því orðum aukin í samanburði við skaðsemi ýmissa löglegra fíkniefna. Einnig
  má benda á að, kannabis hefur marga eiginleika sem nýtast til lækninga og hefur það því ótvíræða kosti líka, hvað sem um skaðsemi þess að öðru leyti má segja. Þessar staðreyndir
  styrkja rök þeirra sem telja vissa notkun kannabisefna af hinu góða, og berjast því fyrir lögleiðingu þeirra.
  Önnur rök fyrir lögleiðslu kannabisefna eru félagsleg og efnahagsleg. Ef Ísland myndi lögleiða kannabisefni og leyfa almenningi og fyrirtækjum að rækta marijúana, skapast þar
  með tækifæri til að skattleggja markað með kannabisefni. Um leið væri dregið úr glæpastarfsemi þar sem framleiðsla og sala á kannabisefnum yrði lögleg starfsemi. Þetta gæti minnkað átök í samfélaginu, haft æskilega áhrif á umhverfismál, örvað efnahaginn, dregið úr atvinnuleysi og minnkað glæpatíðni. Ísland myndi jafnvel geta minnkað innflutning á ákveðnum löglegum vörum sem nýta kannabisefni svo sem pappír.
  Það má þar að auki benda á að lögleiðing kannabisefna getur varið Íslendinga, þar á meðal æskuna sem nú þegar hefur frjálst aðgengi að kannabisefnum gegn harðari ólöglegum vímuefnum með því að færa kannabisefni frá þeim markaði.
  Sumt fólk sem er á móti kannabisefnum hefur gert sig sekt um að auka fordóma, ranghugmyndir og ásakanir gegn fólki sem hefur ekki gert neitt annað en að nota kannabisefni, þetta fólk hefur haft litla möguleika á að verja sig gegn þessum fordómum sem
  það hefur mátt þola. Ef litið er á ábatann af banni á kannabisefnum fyrir Ísland og Íslendinga, er niðurstaðan sú að hann er enginn að öðru leyti en því að fjölga Íslendingum á sakaskrá og í fangelsum. Þar með er stríðið gegn kannabisefnum í rauninni að verða stríð gegn stórum hóp af íslenskum almenningi. Íslendingar hljóta að hafa einhvers konar rétt til að hafa val um hvað þeir vilja setja í líkama sinn, hvort sem að það hefur einhver neikvæð eða jákvæð áhrif á manneskjuna, en á meðan að þar er ekki að áreita eða valda öðru fólki beinum skaða ætti sú
  ákvörðunin að vera á valdi hvers og eins.

Samþykkt: 
 • 27.11.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurður-Magnús-Sigurðsson-Lokaritgerð.pdf811.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna