is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13476

Titill: 
  • Hvað er svona merkilegt við það að vera kona? : umfjöllun um umhyggjusiðfræði Carol Gilligan
  • Titill er á ensku What is so important about being a woman? : a review of Carol Gilligan‘s ethics of care.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um um kenningu bandaríska þroskasálfræðingsins Carol Gilligan um umhyggjusiðfræði en bók hennar, Með annarri rödd vakti mikla athygli þegar hún var gefin út árið 1982 og var hampað af sumum en harðlega gagnrýnd af öðrum. Farið verður yfir það hvernig kenning Gilligan er tilkomin og á hverju hún byggir hana en hún var sett fram sem andsvar við kenningu Lawrence Kohlberg um mismunandi siðferðisþroskastig barna og fullorðinna en þar kom fram að stúlkur næðu síður efri stigum í siðferðisþroska á meðan drengir náðu því auðveldlega. Niðurstaða Kohlbergs var því sú að konur hefðu ekki sama siðferðisþroska og karlar. Einnig verður farið yfir hluta af þeirri gagnrýni sem Gilligan fékk í kjölfar útgáfu bókarinnar og hvernig hún hefur kosið að svara gagnrýninni. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að þó ásetningur Gilligan hafi ekki verið að blanda sér með beinum hætti í feminíska umræðu verði ekki hjá því komist að staldra við þá gagnrýni að áhersla hennar á kyn sem frumbreytu í siðferðisþroskanum sé að einhverju leyti ófullnægjandi og því vanti ákveðna þætti til þess að umhyggjusiðfræði Carol Gilligan geti staðið sem fullmótuð siðfræðikenning sem getur lýst siðferðisþroska einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 27.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbúin_BA_ritgerð_Lára.pdf793.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna