is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13480

Titill: 
  • Ísland í Schengen : takmarkanir á frjálsri för í þágu þjóðaröryggis og allsherjarreglu
  • Titill er á ensku Limitations on free movement on the grounds of national security and public policy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá árinu 2001 hefur Ísland verið þátttakandi í Schengen-samstarfi Evrópuríkja sem byggir á því markmiði að fella niður eftirlit yfir sameiginleg landamæri innan Evrópu og tryggja frjálsa för fólks sem er talin vera einn mikilvægasti ávinningur Evrópusamstarfsins. Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og með undirritun EES-samningsins sem grundvallast á fjórfrelsinu svokallaða og innleiðir frjálsa för fólks hafa landamæri ríkja orðið ósýnilegri. Hin frjálsa för er nú orðin grundvallarhugmyndafræði í Evrópsku samstarfi og leggur Evrópusambandið mikið upp úr því að markið í þágu hennar séu virt. Hins vegar hefur tilkoma hennar hefur líka ókosti. Skipulögð glæpastarfsemi á nú auðveldara með að teygja anga sína yfir landamæri og er Evrópa orðin eitt helsta skotmark slíkrar starfsemi vegna hindrunarlítilla landamæra. Sömuleiðis skapar mikill straumur flóttafólks inn í Evrópu á undanförnum mánuðum spennu innan veggja landamæranna og mikilvægt er að hafa stjórn á flæðinu svo hægt sé að greina hvort slíkt skapi hættu og einnig að tryggja jafnvægi í efnahags- og atvinnumálum sem getur raskast vegna hinnar frjálsu farar sem er kjarninn í evrópsku samstarfi og grundvallast á stofnsamningi Evrópusambandsins eða Rómar-sáttmálanum svokallaða.
    Árið 2001 fékk Ísland fulla aðild að Schengen-samstarfinu um landamæragæslu ásamt ýmsum þáttum í löggæslusamstarfi ESB. Markmið Schengen-samstarfsins er að auðvelda ferðir fólks innan Schengen-svæðisins með því að fella niður landamæraeftirlit á innri landamærum en styrkja jafnframt eftirlitið á sameiginlegum ytri landamærum svæðisins. Þegar aðili er kominn inn fyrir ytri landamæri er auðvelt að ferðast innan svæðisins, þar sem að vegabréfsáritanir sem gefnar er út í einu aðildarríki Schengen gilda í öllum ríkjunum.
    Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að skoða hverjar eru heimildir Íslands til að taka upp einhliða landamæraeftirlit í þágu þjóðaröryggis og allsherjarreglu samkvæmt Schengen-samningnum. Skilgreint verður hvað þarf að koma til svo slík upptak sé heimil og hvort þær heimildir geti í einhverjum tilvikum takmarkað mannréttindi og stangast á við grundvallarhugmyndafræði Evrópusambandsins og ákvæði EES-samningsins um hina frjálsu för sem Rómar-sáttmála Evrópubandalagsins var ætlað að hrinda í framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 27.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna B BS-ritgerd_13.des_skil.pdf752,62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna