is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13485

Titill: 
  • Könnun á stöðu og þjónustu félagsráðgjafar við bráðadeildir FSA
Skilað: 
  • Maí 2006
Útdráttur: 
  • Höfundur kannaði stöðu félagsráðgjafar við bráðadeildir Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Eigindlegar samræður voru við 22 meðrannsakendur. Þar af voru samræður við sjö sjúklinga bráðadeilda og tvo aðstandendur. Hugarflugsfundir voru með fjórum rýnihópum sem samanstóðu af 13 þverfaglegum tilvísandi samstarfsaðilum af sjúkrahúsinu. Staða félagsráðgjafar var skoðuð út frá fræðilegum hugmyndum um læknisfræðilegt (e. biological/medical approach) andstætt sálfélagslegt (e. psychosocial approach) heilbrigðilíkan. Sjúkrahúss-félagsráðgjöf starfar á snertifleti þessara heilbrigðilíkana og hefur myndað lífsálfélagslegt (e. biopsychosocial approch) heilbrigðilíkan. Staða félagsráðgjafar við FSA var rannsökuð út frá því sjónarhorni. Fræðikenningar um samvinnu fagaðila í heilbrigðisþjónustu voru skoðaðar. Einnig kenningar um notendasamráð í ljósi breytinga sem nú eru að gerast á alþjóðavettvangi og innan íslensks velferðarsamfélags og heilbrigðisþjónustu. Skipulag heilbrigðisþjónustu setur sjúkrahússfélagsráðgjöf mörk. Rannsóknin leggur grunn að símati gagnreyndrar þjónustu en kenningar um kerfisbundna greiningu þjónustukerfa voru athugaðar með þetta í huga. Rannsóknin sýndi að notendur þjónustunnar og samstarfsaðilar eru sammála um nauðsyn þess að félagsráðgjafaþjónusta sé við bráðadeildir sjúkrahússins. Það veitir öryggi að hafa samvinnu við og greiðan aðgang að slíkri þjónustu í nærsamfélagi.

Samþykkt: 
  • 5.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKEMMAN_MSW_ritgerd_Brynja_Oskars.pdf597.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna