is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13496

Titill: 
  • Skapandi vinnustaðir? rými skrifstofulífs í íslenskum hversdagsleika
Skilað: 
  • September 2012
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um vinnustaði, umhverfi þeirra og rými, áþreifanleg sem og óáþreifanleg. Og hvernig vinnuaðstæður hafa áhrif á afköst, nýsköpun og starfsmenn. Sýnt er þannig fram á mikilvægi góðs skipulags og vel hannaðs rýmis. Hvernig hægt er að hafa áhrif á afköst og ánægju starfsmanna með vel hönnuðu rými. Í grunninn liggja kenninga rýmis og umhverfisþátta, um vinnustaði og staðleysur, áþreifanleg rými og óáþreifanleg. Kenningar um skapandi vinnu í hinu áþreifanlega samhengi rýmisins og hvernig við byggjum ímyndaða heima, staðleysur. Sjónarhornið er greint með lýsingum á starfsaðferðum innanhússarkitekts og vinnustaðirnir eru skoðaðir þaðan. Tilgangur verkefnisins er að draga saman þekkingu á viðfangsefninu vinnustaður. Þá verða fræðigreinar, kenningar og rannsóknir um vinnustaði skoðaðar með áherslu á það brot sem snýr að áþreifanlegu rými skrifstofna. Þrír vinnustaðir voru rannsakaði en innan þeirra allra fer fram skapandi vinna og því voru þeir valdir, vegna þess að allir eiga þeir sameiginlegt að skapa sína eigin heima. Tveir vinnustaðir eru hluti af tölvuleikjageiranum og einn framleiðir tölvuteiknaðar bíómyndir. Vinnustaðirnir þrír voru heimsóttir vorið 2011 með tveggja daga heimsóknum. Fallað er um heimsóknirnar á hvern vinnustað fyrir sig í máli og myndum. Í lok kafla um vinnustaðina eru teknar saman upplýsingarnar sem aflað var og þeir bornir saman. Í niðurstöðum eru dregnar saman ályktanir eftir greiningar útfrá rannsóknum á rýmum.

Samþykkt: 
  • 10.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Menningarstjórnun-Lóa Kristín Ólafsdóttir-H2011.pdf3.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna