en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13500

Title: 
 • Title is in Icelandic Saga radíóamatöra á Íslandi fram undir 1980
Submitted: 
 • December 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Radíóamatörar hafa verið starfandi á Íslandi frá upphafi 20. aldar eða nánast frá því að loftskeytatæknin barst fyrst til landsins. Hér er gerð grein fyrir sögu þeirra auk þess sem stiklað er á stóru í forsögu loftskeytanna, en þau mynda grundvöll undir starfsemi radíóamatöra. Tækni skipar stóran sess í starfsemi radíóamatöra og er hér reynt að útskýra hana og lýsa framþróun hennar í stórum dráttum.
  Í ritgerðinni er fjallað um hvað radíóamatörar eru og í hverju áhugamál þeirra eru fólgin. Rakin er saga fyrstu radíóamatörana í heiminum og hvernig hún er samtvinnuð sögu loftskeytanna. Fjallað er um fyrstu íslensku radíóamatörana, Þorstein Gíslason og Friðbjörn Aðalsteinsson, tilraunir þeirra og tækjabúnað en þeir voru að öllum líkindum fyrstir manna á Íslandi til þess að setja upp loftskeytasendibúnað.
  Radíóamatörar virðast hafa verið litnir óhýru auga af yfirvöldum í upphafi. Barátta þeirra fyrir að fá að stunda áhugamál sitt er rakin hér og meðal annars fjallað um herferðina gegn þeim í síðari heimsstyrjöldinni. Þá er fjallað um aðdraganda og stofnun félags þeirra, Íslenskir radíóamatörar (Í.R.A.) og starfsemi þess rakin fram til loka áttunda áratugar aldarinnar. Fram að þeim tíma urðu umtalsverðar breytingar á umhverfi íslenskra radíóamatöra svo sem hvað varðar leyfisveitingar og aukið rými á tíðnisviðum til fjölbreyttari fjarskiptatilrauna.

Accepted: 
 • Dec 10, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13500


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Saga radíóamatöra.pdf296.02 kBLocked Until...2112/12/31HeildartextiPDF