is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13505

Titill: 
  • Möguleg skaðabótaábyrgð lánveitanda vegna ólögmætrar gengistryggingar lána
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í aðdraganda og kjölfar gjaldþrots stærstu banka landsins árið 2008 varð gengishrun á Íslandi. Afleiðingar þess endurspegluðust m.a. í talsverðum breytingum á höfuðstól lána sem gengistryggð voru með tengingu við erlenda gjaldmiðla. Mánaðarlegar afborganir ruku upp úr öllu valdi án þess að lántakendur gætu hreyft við hendi. Margir töldu forsendur fyrir lántökunni brostnar og borguðu ekki af lánum sínum. Í þessari ritgerð er könnuð réttarstaða lántakenda gengistryggðra lána og mögulega skaðabótaábyrgð lánveitenda. Ritgerðin er þannig uppsett að í öðrum kafla er byrjað á almennri umfjöllun um skaðabótaábyrgð innan samninga. Fjallað er um grundvöll skaðabótaábyrgðar innan samninga og hvaða skilyrði þarf að uppfylla. Umfjöllun er um meginreglur fjármunaréttar varðandi samningsfrelsi og skuldbindingargildi samninga. Í þriðja kafla er farið í dómaframkvæmd Hæstaréttar í nýlegum gengistryggingarmálum. Fordæmisgefandi dómar eru reifaðir og niðurstöður þeirra bornar saman svo hægt sé að svara meðal annars hvort munur sé á réttarstöðu þeirra sem tóku gengistryggð bifreiða- eða fasteignalán og hvort heiti lánssamninganna skipti máli. Í fjórða kafla er kannað hvort skaðabótaábyrgð lánveitenda sé hugsanleg og er það ásamt greiningu á dómaframkvæmd meginefni verkefnisins með áherslu á hvort skilyrði sakarreglunnar teljist uppfyllt við veitingu gengistryggðra lána.

Samþykkt: 
  • 12.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Möguleg_skaðabótaábyrgð_lánveitanda_vegna_ólögmætrar_gengistryggingar_lána_HHH.pdf354.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna