is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13507

Titill: 
 • „Ég myndi vilja sjá miklu meiri stuðning en þann sem hefur verið fyrir hendi." Undirbúningur og stuðningur við fósturforeldra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig staðið er að undirbúningi við fósturforeldra áður en þeir fá barn í fóstur og hvernig stuðning þeir fá á meðan þau eru með barn í fóstri. Við rannsóknina var beitt megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem spurningakönnun var lögð fyrir meðlimi í Félagi fósturforeldra. 49 einstaklingar svöruðu spurningalista ásamt því að leggja mat á þá þjónustu sem þeim stendur til boða frá barnaverndarnefndum og Barnaverndarstofu. Helstu niðurstöður eru þær að meirihluti þátttakenda upplifir sig fá lítinn undirbúning og stuðning. Fannst þeim vera skortur á upplýsingum og fræðslu til þeirra og taldi meirihlutinn að ef einhver stuðningur væri fyrir hendi, þá þyrftu þau að leita eftir honum sjálf eða eitthvað þyrfti að bjáta á svo að þau fengju hann. Aðrir þátttakendur, þó minnihluti þeirra hafði góða upplifun bæði af undirbúningnum og stuðningnum og töldu samstarfið við barnaverndarstarfsmenn vera gott. Niðurstöður sýna að gera þarf úrbætur á þjónustu við fósturforeldra þar sem þeir yrðu meðal annars undirbúnir betur fyrir fósturforeldrahlutverkið og hefðu greiðari aðgang að stuðningi frá barnaverndarstarfsmönnum.
  Lykilorð: Fósturforeldrar, Undirbúningur, Stuðningur, Fósturbörn

 • Útdráttur er á ensku

  The main goal of this study is to investigate the preparation that foster parents receive before they take a child in foster care and what kind of support they get while the child is with them. This study used quantitative and qualitative research. Questionnaires were submitted to the members of Foster Care Association Iceland, where forty-nine subjects completed the questionnaires. The questionnaire gave them an opportunity to assess the support available to them from Child Protection Services and the Government Agency for Child Protection. The main results of this study were that the majority of foster parents see themselves getting little preparation or support. It was found that the majority of the respondents felt that there was a lack of information and education. If any such support was made available they had to search for it themselves or would only get assistance if some major problem would arise. Other respondents, though in the minority, related good experiences both of preparation and support, and felt that they had a good working relationship with the staff of the Child Protection Services. The results show the need to take corrective action in providing better services for foster parents, including among other things, better preparation for foster parenting and easier access and support from the Child Protection Services.
  Keywords: Foster parents, Training, Support, Foster children

Samþykkt: 
 • 12.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SiljaRós-MA-prenta.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna