is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13510

Titill: 
  • Brjóstastækkanir í fegrunarskyni: Upplifun og viðhorf kvenna með falsaða brjóstapúða
  • Titill er á ensku Cosmetic breast augmentation surgery: Experiences and attitudes of women with forged breast implants
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og viðhorf kvenna sem gengist hafa undir brjóstastækkunaraðgerð og hafa þá sameiginlegu reynslu að hafa fengið í brjóst sín falsaða brjóstapúða frá franska fyrirtækinu Poly Implant Prothése (PIP). Niðurstöður rannsóknarinnar veita mikilvæga innsýn í það af hvaða ástæðum konur kjósa að gangast undir brjóstastækkunaraðgerð, upplifun þeirra af slíkri aðgerð, ásamt upplifun þeirra af því að vera með falsaða brjóstapúða. Mikilvægi liggur einnig í því að bætt er í þann litla þekkingargrunn sem er til staðar hér á landi um þetta málefni. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við tíu konur á miðjum þrítugsaldri fram á fimmtugsaldur. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að konur velji að gangast undir brjóstastækkunaraðgerð af ólíkum ástæðum og upplifun þeirra og viðhorf kunni að vera ólík eftir því hvað leiði til þess að þær gangist undir aðgerð. Þá virðist þráin eftir kvenleika hafa verið helsti hvati þess að konurnar leituðust eftir að gangast undir brjóstastækkunaraðgerð og var áberandi vanlíðan og óánægja viðmælenda í garð brjósta sinna fyrir aðgerð. Flestir viðmælendur töldu sig hafa öðlast bætt sjálfsálit í kjölfarið og voru ánægðir með útkomuna fyrst um sinn. Svo virðist vera að það að vera með falsaða brjóstapúða taki á tilfinningalífi kvenna og leiði til mikillar óvissu. Það sé einnig afar erfitt að standa frammi fyrir því að láta fjarlægja brjóstapúða sem veitt hefur einstaklingnum mikið félagslegt öryggi á liðnum árum. Að lokum kom fram í viðtölunum að konurnar upplifi fordóma fyrir brjóstastækkunum á samfélagslegum grundvelli.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain insight into the experiences and attitudes of women who have undergone cosmetic breast augmentation surgery and have the joint experience of having had forged breast implants in their breasts from the French manufacturer Poly Implant Prothése (PIP). The findings of this study provide an important insight into why women seek to undergo cosmetic breast augmentation, their experiences of undergoing such surgeries and their experiences of having had forged breast implants. The study also provides important new insights into the relatively small knowledge base that currently exists in Iceland about this subject. A qualitative interview method was employed where ten women were interviewed, all in their twenties through their forties. The results of the study indicate that women choose to undergo breast augmentation surgery for different reasons and that their experiences and attitudes can differ depending on what drives them to undergo such surgeries. The longing for femininity seems to be the main driving factor for the participants’ decision to have breast augmentation surgery, as well as the dissatisfaction and distress they displayed towards their breasts before the surgery. Most participants felt that they had gained improved confidence following the surgery and were happy with the results at first. It appears that having forged breast implants is very troubling for the emotional state of women and leads to great uncertainty. It also seems to be extremely difficult having to face the reality of needing to remove breast implants, especially since they have been a big part of their social confidence for the past few years. Finally, the participants indicated that they had experienced social prejudice against breast augmentation surgeries.

Samþykkt: 
  • 14.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brjostastækkanir_i_fegrunarskyni.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna