is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13512

Titill: 
  • Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins og skyldur íslenskra dómstóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 34. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (hér eftir ESE-samningurinn) er mælt fyrir um það réttarúrræði sem nefnt er ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Það er markmið þessarar ritgerðar að skoða hvaða skyldur íslenskir dómstólar hafa þegar kemur að ráðgefandi álitum EFTA-dómstólsins. Annars vegar verður skoðað hvort að íslenskum dómstólum sé einungis heimilt en aldrei skylt að afla ráðgefandi álits. Hins vegar verður skoðað hvort að ráðgefandi álit sé einungis ráðgefandi, líkt og nafnið gefur til kynna, fyrir íslenska dómstóla eða hvort þeim beri skylda til þess að fara eftir niðurstöðu ráðgefandi álits. Verður álitaefnið skoðað í samhengi við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir stjskr.) og þá sérstaklega 2. gr. um þrískiptingu ríkisvaldsins.
    Í ritgerðinni verður fyrst stiklað á stóru um sögulegan aðdraganda Evrópuréttar og þá atburði sem leiddu til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (hér eftir EES-samningurinn). Síðan verða forúrskurðir ESB-dómstólsins teknir til skoðunar, en þangað sækir ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins fyrirmynd sína. Því næst verður litið á ráðgefandi álit EFTA dómstólsins. Fjallað verður almennt um réttarrúrræðið og hver sé helsti munurinn á ráðgefandi álitum og forúrskurðum. Réttarúrræðið verður svo skoðað með hliðsjón af einsleitnismarkmiðinu. Að því loknu tekur við megin umfjöllun ritgerðarinnar, þ.e. hverjar skyldur íslenskra dómstóla eru þegar kemur að ráðgefandi áliti. Fyrst verður fjallað um mögulega skyldu íslenskra dómstóla til að afla ráðgefandi álits og svo verður fjallað um hvort að íslenskum dómstólum beri skylda til að fara eftir niðurstöðu ráðgefandi álits. Þá verður ráðgefandi álit skoðað í samhengi við 2. gr. stjórnarskrárinnar. Í lok ritgerðarinnar mun höfundur svo draga saman niðurstöðu sínar.

Samþykkt: 
  • 14.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnþór Jónsson - BA ritgerð.pdf119,58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna