en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13514

Title: 
  • Title is in Icelandic Frá Kodokan til Íslands: Saga íslensku júdóhreyfingarinnar frá 1956-1975
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um upphaf júdóíþróttarinnar á Íslandi. Fylgst er með íþróttinni frá því að hún nam land í Reykjavík og þangað til Júdósamband Íslands hélt Norðurlandamótið í júdó í Laugardalshöll árið 1975. Í byrjun ritgerðarinnar er athugað hvað orsakaði að farið var að leggja stund á júdó á Íslandi, hverjir það voru sem stóðu á bak við það, hvað þeim gekk til og hvernig var farið að. Fylgst verður með uppgangi Júdódeildar Ármanns og þeim erfiðleikum sem deildin þurfti að kljást við í upphafi. Samhliða því er athugað hvernig almenningur tók þessari nýju íþrótt og jafnframt hvernig aðstandendur íþróttarinnar kynntu hana og í raun reyndu að koma í veg fyrir þann misskilning að þarna væri á ferðinni einhvers konar ofbeldisíþrótt. Auk þess er umfjöllun íslenskra fjölmiðla, og þá helst dagblaða, skoðuð og rætt hvernig ólík umfjöllun í blöðunum hafði áhrif á það hvernig almenningur tók henni. Því næst er fjallað um hvaða áhrif erlendir þjálfarar höfðu á íslenskt júdó og hvaða áhrif það hafði þegar aukin samkeppni varð þegar ný júdófélög voru stofnuð. Fylgst er með deilum stóru félaganna tveggja á höfuðborgarsvæðinu, Ármanns og Júdófélagi Reykjavíkur. Í síðasta kaflanum er fylgst með stofnun Júdósambands Íslands og hvaða áhrif það hafði á hreyfinguna. Til dæmis er fjallað um hver staða íþróttarinnar á landinu var þegar Júdósamband Íslands var stofnað og hvaða leiðir sambandið fór til þess að bæta íþróttina og breiða hana út. Einnig er að finna í þeim kafla úttekt á fyrstu skrefunum sem sambandið tók til að festa íslenskt júdó í sessi á alþjóðlegum vettvangi, samskiptum sem því fylgdi við júdósambönd annarra landa og hvernig íslenskir júdómenn stóðu sig í fyrstu alþjóðlegu keppnunum sem Ísland tók þátt í.

Accepted: 
  • Dec 14, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13514


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ragnar Logi Búason - Frá Kodokan til Íslands.pdf619.47 kBOpenComplete TextPDFView/Open