is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13520

Titill: 
  • Fjölskyldustefna fyrirtækja og stofnana á Suðurnesjum: Samþætting vinnu og fjölskylduábyrgðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Til þess að gera starfsfólki betur kleift að samþætta vinnu og fjölskylduábyrgð hafa mörg fyrirtæki og stofnanir mótað sérstaka fjölskyldustefnu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum taka tillit til fjölskylduábyrgðar starfsmanna sinna. Markmiðið var tvíþætt: Í fyrsta lagi að skoða hvort þau hafi mótað sér formlega fjölskyldustefnu. Í öðru lagi að skoða hvaða úrræði þau bjóða starfsmönnum sínum til að auðvelda samþættingu vinnu og fjölskylduábyrgðar. Þar sem fyrirliggjandi rannsóknir á samþættingu vinnu og fjölskylduábyrgðar hafa flestar verið framkvæmdar á höfuðborgarsvæðinu ákvað höfundur að rannsaka fyrirtæki og stofnun á Suðurnesjum. Tekin voru viðtöl við forsvarsmenn starfsmannamála viðkomandi fyrirtækja og stofnunar. Einnig voru greind gögn svo sem starfsmannastefnur, jafnréttisáætlanir og fjölskyldustefnur þeirra. Rannsóknin gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum gera starfsmönnum sínum kleift að samþætta vinnu og fjölskylduábyrgð. Niðurstöður leiddu í ljós að tvö fyrirtæki hafa mótað sér formlega fjölskyldustefnu en annað þeirra birtir hana sem hluta af jafnréttisstefnu. Eitt fyrirtækjanna kveður á um samþættingu vinnu og fjölskylduábyrgðar í starfsmannastefnu. Stofnunin, sem er bæjarstofnun í Reykjanesbæ, vinnur eftir formlegri fjölskyldustefnu bæjarins. Öll fyrirtækin bjóða starfsmönnum sínum upp á úrræði til þess að samþætta vinnu og fjölskylduábyrgð. Eðli starfanna ræður mestu hvernig starfsmenn geta nýtt sér þau úrræði sem boðið er upp á. Alls staðar er reynt, eins og mögulegt er, að koma til móts við þarfir starfsmanna hvað varðar fjölskylduábyrgð.

  • Útdráttur er á ensku

    In order to better enable work-family balance for their staff, many organisations have set themselves a family policy. The aim of this research is to explore how businesses and local authorities in the Suðurnes area of Iceland are addressing the work-balance needs of their employees. The research had two objectives. The first objective was to determine whether the organisations have set a formal family policy and the second to explore what work-family balance programs were on offer to their employees. As most Icelandic research in the area of work-life balance has been carried out in the capital area around Reykjavík, the researcher decided to focus the research on organisations in the Suðurnes region. Management in charge of human resources was interviewed and documents, such as staff policies, equal opportunities policies and family policies, were analysed. The research indicates ways in which organisations in the Suðurnes areas meet their employees’ needs for work-life balance. The research shows that two companies have a formal family policy, although one of them publishes it as a part of their equal opportunities policy. One of the companies addresses work-life balance in their staff policy. The local authority, part of Reykjanesbær municipality, follows the municipality‘s formal family policy. All the companies have work-family balance programs. The nature of the job is the biggest factor in determining how employees are able to utilise the programs on offer. All the organisations try, as far as possible, to meet their employees‘ needs with regards to work-life balance.

Samþykkt: 
  • 17.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölskyldustefna fyrirtækja og stofnana á Suðurnesjum-Samþætting vinnu og fjölskylduábyrgðar.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna