is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13527

Titill: 
 • Langtímanotendur fjárhagsaðstoðar: Ungir Reykvíkingar í kjölfar kreppu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna stöðu ungra langtímanotenda fjárhagsaðstoðar í Reykjavík á aldrinum 18-24 ára og hvaða þjónustu Velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir þeim. Markmiðsúrtak var notað og valdir voru allir notendur á aldrinum 18-24 ára sem fengu fjárhagsaðstoð sex mánuði eða lengur árið 2008. Bæði voru notaðar eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir. Málaskrá notenda í úrtaki var skoðuð með tilliti til félagslegrar stöðu og þeirrar þjónustu sem þeim hefur verið veitt. Til þess að fá dýpri þekkingu á þjónustu Velferðarsviðs Reykjavíkur voru tekin upplýsingaviðtöl við félagsráðgjafa á sex þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
  Niðurstöður sýndu að félagsleg staða ungra notenda er almennt ekki góð. Vímuefnaneysla er á meðal margra notenda og stór hluti glímir við geðræn vandkvæði. Uppeldisaðstæðum hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant og menntunarstig þeirra er almennt mun lægra en almennt meðal íslenskra ungmenna. Þjónusta Velferðarsviðs til þessa notenda er fjölbreytt. Mörg og gagnleg úrræði eru í boði en þó er lítið um úrræði sem eru sérstaklega ætluð ungmennum. Samhliða þeim úrræðum sem í boði eru vinna félagsráðgjafar með ungum notendum eftir þeirri hugmyndafræði sem félagsráðgjöf byggir á ásamt því að nota staðlaða matslista. Félagsráðgjafar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar telja álag á þeim full mikið sem hindri það að þeir geti sinnt notendum eins vel og þeir hefðu kosið. Stór hluti, eða 68% af notendum í úrtaki þurftu á fjárhagsaðstoð að halda öll árin 2008-2011.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to assess the social status of young long-term social assistance recipients in Reykjavík aged 18-24 years and what services Social Services in Reykjavík provides them. The selection of participants in the study was chosen with the aim in mind, so all benefit receivers of the ages 18-24 who received financial assistance for six months or longer in 2008 were included. Both qualitative and quantitative data was used. The participants’ case files were included to consider their variable social circumstances and the services they have received. To deepen the knowledge of the services offered by the Social informant interviews were conducted with social workers at the six service centres of the city.
  The findings demonstrated that the social circumstances of young social assistance receivers was generally inadequate. Drug use is common amongst the benefit receivers and many of them experience mental health problems. Their family circumstances and upbringing were in many cases lacking and their education level as a rule considerably lower than that of most Icelandic youths. The services offered by the Social Service to general benefit receivers are varied. A variety of successful solutions are on offer but few are tailored to the specific demographic of the younger people. Alongside the solutions on offer, social workers collaborate with the young social assistance recipients according to the principles social work is built on as well as using standardised assessment questionnaires. The social workers at the six service centres in Reykjavik reported serious caseload pressures, preventing them from giving the users the attention they ideally needed. A large proportion, or 68% of the benefit receivers in the selection needed financial support for the full time period between 2008-2011.

Samþykkt: 
 • 17.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klara Valgerður-MA ritgerð.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna