is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13531

Titill: 
 • Málsmeðferð við skipun og ráðningu í störf hjá hinu opinbera, með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnsýslulaga nr.37/1993
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Traust almennings á störfum stjórnvalda er mikilvægt. Vandaðar og skýrar málsmeðferðar og verklagsreglur eru til þess fallnar að auka réttaröryggi borgaranna í samskiptum við
  stjórnvöld. Erfitt getur reynst að setja fastmótaðar reglur um alla starfsemi stjórnvalda og er
  óhjákvæmilegt að stjórnvöld þurfi í störfum sínum að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur
  manna sem háðar eru mati. Slíkar ákvarðanir kallast matskenndar stjórnvaldsákvarðanir.
  Aukin áhersla í stjórnsýslunni á jafnræðissjónarmið krefjast þess að við töku slíkra
  ákvarðanna gæti stjórnvöld samræmis og jafnræðis.
  Ráðningar í opinber störf eru stjórnvaldsákvarðanir. Skráðar og óskráðar reglur
  stjórnsýsluréttarins gilda því um slíkar ákvarðanir. Veitingavaldshafi þarf einnig að líta til
  laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, við ráðningu í störf hjá hinu
  opinbera, sem og til þeirra laga og stjórnvaldsfyrirmæla er gilda um viðkomandi starf.
  Hluti ráðningarferlisins er þó alltaf háður mati. Mikilvægt er því að stjórvöld hagi ferlinu
  þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt á meðal umsækjenda.
  Í ritgerðinni verður ráðningarferli í störf hjá hinu opinbera skoðað. Með hliðsjón af
  dómum Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis verður reynt að varpa ljósi á vægi
  jafnræðissjónarmiða við málsmeðferðina.

Samþykkt: 
 • 17.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PerlaTorfadottir_BA_ritgerd.pdf370.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna