is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1354

Titill: 
 • Íslenski ríkisskuldabréfamarkaðurinn : fyrirætlaðar breytingar á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs og áhrif þeirra á stöðu hús- og húsnæðisbréfa á almennum verðbréfamarkaði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Undanfarna 12 mánuði hafa ýmsir hlutir verið að gerast varðandi verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs. Í kjölfar kosningaloforðs Framsóknarflokksins um 90% húsnæðislán og hækkun hámarkslána var ljóst að breyta þyrfti fyrirkomulagi verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs. Þá fór í hönd tímabil þar sem markaðurinn beið spenntur eftir tilkynningum frá yfirvöldum. Skýrsla nefndar var birt í október 2003, tilkynnt var um afnám húsbréfakerfisins þann 1. júlí 2004 í lok desember og frumvarp til laga um breytingar á lögum um húsnæðismál lagt fyrir alþingi í mars 2004. Þá tilkynnti alþjóða uppgjörsmiðstöðin Clearstream skráningu íslenskra ríkisskuldabréfa í bankakerfi sitt í byrjun apríl 2004.
  Í verkefni þessu var leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hversu mikil áhrif hafa nýjar upplýsingar varðandi breytingar á útgáfumálum Íbúðalánasjóðs haft á þróun ávöxtunarkröfunnar á markaði hús- og húsnæðisbréfa?
  Í rannsókn á áhrifum þessara atburða á þróun ávöxtunarkröfu hús- og húsnæðisbréfa kom í ljós að ávöxtunarkrafa húsnæðisbréf hefur lækkað umtalsvert meira en ávöxtunarkrafa húsbréfa. Áhrif af atburðum þessum voru mikil, t.a.m. var dagleg lækkun ávöxtunarkröfunnar tvo daga eftir þá atburði sem höfðu marktæk áhrif á þróun ávöxtunarkröfunnar að meðaltali tíföld á við lækkunina á tímabilinu 29.10.2001 til 21.4.2004. Einnig kom fram í rannsókninni að tilkynning Clearstream um skráningu íslenskra ríkisskuldabréfa hafði mest áhrif á ávöxtunarkröfuna og nam breytingin 16 og 17 punkta lækkun húsnæðisbréfa á tveimur dögum.
  Lykilorð: Skuldabréf, húsbréf, húsbréfakerfi, íbúðabréf, ávöxtunarkrafa.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rikisskbrefamark.pdf766.77 kBOpinnÍsl ríkisskuldabr - heildPDFSkoða/Opna