is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13543

Titill: 
  • Rannsókn á líðan foreldra í kjölfar andláts barns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða einstaklinga, sem misst hafa barn. Annars vegar var skoðaður hópur sem tekið hefur þátt í hópastarfi hjá Nýrri dögun og hins vegar hópur sem ekki hafði tekið þátt í hópastarfi (n=19). Leitast var við að skoða hvort fólk, sem tekið hefur þátt í hópastarfi á vegum Nýrrar dögunar, upplifi síður þunglyndis-, kvíða- og streitueinkenni en þeir sem sækja ekki hópastarf hjá Nýrri dögun eftir missi barns. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig hópastarf hjá Nýrri dögun hefur nýst þátttakendum með það að leiðarljósi að meta hópastarfið. Gerð var megindleg rannsókn og spurningalisti lagður fyrir hópana.
    Niðurstöður gefa til kynna að fólk sem farið hafði í hópastarf upplifði meiri þunglyndis- og streitueinkenni og því má segja að tilgátan um að þessu væri öfugt farið hafi ekki staðist. Þunglyndi mældist alvarlegt hjá þeim sem farið höfðu í hópastarf en hjá þeim sem ekki höfðu farið í hópastarf mældist þunglyndi eðlilegt miðað við almenning. Streita mældist væg hjá þeim sem farið höfðu í hópastarf en hjá viðmiðunarhópnum mældist hún eðlileg miðað við almenning. Í viðmiðunarhópnum var fólk sem ekki hafði farið í hópastarf hjá Nýrri dögun eða sambærilegt en þar höfðu hinsvegar allir leitað utanaðkomandi aðstoðar hjá fagaðila. Það má því hugsa sér að ein af ástæðunum fyrir þessum niðurstöðum sé sú að fólk í viðmiðunarhópnum hafði leitað sér aðstoðar hjá fagaðilum í tengslum við sinn missi. Þeir sem höfðu sótt í hópastarf hjá Nýrri dögun voru almennt mjög ánægðir með það. Þeir töldu hópastarfið helst hafa stuðlað að bættri andlegri líðan og hvernig það hugsaði til barnsins sem dó. Hópastarfið virtist hafa staðist væntingar allflestra og mæltu allir með þátttöku í hópastarfinu.
    Lykilorð: sorg, foreldrar í sorg, barnsmissir, hópastarf.

Samþykkt: 
  • 18.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13543


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudrun_ritgerd.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna