is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13545

Titill: 
 • Verndarar barna. Mat á forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er staðreynd í okkar samfélagi. Afleiðingar þess að verða fyrir slíku ofbeldi eru miklar og áhrif þess víðtæk. Því er mikilvægt að leggja aukna áherslu á að finna leiðir til að koma í veg fyrir þennan samfélagsvanda. Hér á landi hafa samtökin Blátt áfram barist ötullega gegn kynferðislegri misnotkun barna og lagt áherslu á forvarnir í því samhengi. Forvarnarstarf samtakanna er margþætt en það felst meðal annars í almennri fræðslu til fullorðinna í formi námskeiðs sem nefnist Verndarar barna. Um er að ræða námskeið þar sem fullorðnum er veitt markviss þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun.
  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna árangur námskeiðsins Verndarar barna. Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt til að kanna hvort þekking og viðhorf þátttakenda til kynferðislegrar misnotkunar ásamt forvarnaraðgerðum breytist eftir að hafa setið námskeiðið. Rannsóknin var framkvæmd sem matsrannsókn, notast var við rannsóknarsniðið samanburður tveggja óháðra hópa, þar sem framkvæmd var mæling fyrir og eftir námskeið (pretest-posttest evaluation). Rannsókn þessi er forrannsókn á forvarnarverkefni gegn kynferðislegri misnotkun barna og er hún unnin í samstarfi við Rannsóknarstofnun í Barna- og fjölskylduvernd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þekking og viðhorf þátttakenda á ýmsu er viðkemur kynferðislegu ofbeldi eykst og breytist í kjölfar þess að hafa hlotið þjálfun. Þátttakendur telja einnig líklegt að þeir muni í framtíðinni grípa til fleiri forvarnaraðgerða til verndar börnum gegn kynferðislegu ofbeldi en þeir gerðu áður. Álykta má að námskeiðið auki árvekni þeirra sem það sækja og virkni þeirra í að ræða við börn um kynferðislegt ofbeldi.
  Lykilorð: Kynferðislegt ofbeldi, börn, forvarnir, félagsráðgjöf, Verndarar barna.

 • Útdráttur er á ensku

  Child sexual abuse (CSA) is a fact in our society. The consequences of being exposed to such violence has significant and widespread effects. It is clear that it is important to focus more on preventing this social problem. In Iceland the organization Straight Forward (Blátt Áfram) has fought tirelessly against CSA in their work and has had their main focus on preventing CSA. Prevention methods of the organization is multifarious, it includes a prevention education for adults in the form of a course called Stewards of children (Verndarar Barna). In this course, adults get training on how to prevent, identify and respond to CSA. The aim of this study is to investigate the performance of the Stewards of children curriculum. Quantitative research was used to examine whether knowledge and attitudes to CSA as well as preventive behaviour have changed after the training. The study was conducted as a pretest – posttest evaluation with a comparison of two independent groups. This is a pilot study on prevention programs that are aimed at preventing CSA and is conducted in collaboration with the Centre for Children and Family Research (RBF). The results indicate that exposure to the program Stewards of children is an effective way to increase the knowledge about the prevalence and prevention of CSA. The results also indicate that attitudes towards CSA change as a result of the program. Participants are also more likely to take preventive measures to protect children from CSA than they were before the training. Participants are also more likely to speak to children about CSA.
  Key words: Child sexual abuse, children, prevention, social work, Stewards of children.

Samþykkt: 
 • 18.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verndararbarna-DagbjortRunGudmundsdottir-lokaeintak-skemman.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna