is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13549

Titill: 
 • Einfaldar líkamshlutamælingar og geta þeirra til að áætla magran mjúkvef í útlimum : hlíf: heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Líkamshlutamælingar á upphandlegg hafa verið notaðar til að meta vöðvamassa og næringarástand einstaklinga en réttmæti þessara mælinga hefur ekki verið metið. Vöðvamassa er aðallega að finna innan magurs mjúkvefjar útlima (e. Appendicular Lean Soft Tissue, ALST) og hann er mikilvægt líffæri. Enn í dag reynist erfitt að finna einfaldar og nákvæmar aðferðir til að meta bæði vöðvamassa og ALST.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að kanna réttmæti Frisancho jöfnunnar (vöðvaþversnið upphandleggjar) til að meta ALST, vöðvamassa og magran mjúkvef (e. Lean Soft Tissue, LST) hægri upphandleggjar og hins vegar að þróa og réttmæta spájöfnu út frá einföldum líkamshlutamælingum til að meta ALST í 18 ára heilbrigðum einstaklingum. Þar sem meirihluti heildarvöðvamassa líkamans er að finna í útlimum og meirihluti ALST er vöðvamassi þá er réttlætanlegt að nota tvíorku-röntgengeislagleypnimælingar (e. Dual-Energy X-ray absorptiometry, DXA) sem viðmiðunaraðferð til að greina ALST og þar með vöðvamassa.
  Aðferðir: Hæð, þyngd, ummál upphandleggjar, sjö húðþykktarmælingar (7SKF) (herðablað, þríhöfði, brjóst, síða, kviður, mjöðm og læri) og þrjár húðþykktarmælingar (3SKF) (þríhöfði, kviður og læri) voru mældar í 245 (129 karlar: 182,1 ± 6,4 cm, 76,6 ± 12,1 kg, 49,8 ± 10,3 cm2, 105,2 ± 50,2 mm, 53,6 ± 24,0 mm; 116 konur: 168,1 ± 5,6 cm, 62,8 ± 8,3 kg, 29,3 ± 5,5 cm2, 143,9 ± 40,3 mm, 79,8 ± 19,9 mm) heilbrigðum 18 ára einstaklingum. DXA var notað til að meta heildar- og svæðisbundna líkamssamsetningu og ALST var notað til að reikna heildarvöðvamassa. Þátttakendum var slembiraðað í jöfnuþróunarhóp (n = 185) og réttmætingarhóp (n = 60).
  Niðurstöður: Ekki var munur á líkamlegum einkennum milli jöfnuþróunarhóps og réttmætingarhóps. Vöðvaþversnið upphandleggjar frá Frisancho jöfnunni spáði ágætlega fyrir um ALST (22,9 ± 5,1 kg, r = 0,90, SEE = 2,4 kg, P < 0,001), heildarvöðvamassa (26,8 ± 6,0 kg, r = 0,90, SEE = 2,8 kg, P < 0,001) og LST hægri upphandleggjar (2,9 ± 0,9 kg, r = 0,92, SEE = 0,37 kg, P < 0,001) í öllu úrtakinu. Jafna sem spáði fyrir um ALST út frá þyngd, ∑3SKF og kyni réttmættist vel (R2 = 0,90, SEE = 1,7 kg, P < 0,001) og sömuleiðis jafna sem var byggð á þyngd, ∑7SKF og kyni (R2 = 0,91, SEE = 1,6 kg, P < 0,001). Í þessum tveimur spájöfnum vék skurðpunktur og hallatala ekki marktækt frá línu aljöfnunnar (P > 0,05).
  Endanlegar spájöfnur voru byggðar á öllu úrtakinu:
  ALST(3SKF) = 1,572 + 0,372(þyngd) – 0,086(∑3SKF) + 1,788(kyn) (R2 = 0,94; SEE = 1,3 kg)
  ALST(7SKF) = 0,176 + 0,387(þyngd) – 0,045(∑7SKF) + 2,106(kyn) (R2 = 0,95; SEE = 1,3 kg)
  Leifarnar frá endanlegu spájöfnunum voru normaldreifðar, með einsleita dreifingu og ekki tengdar spágildunum (r = 0,0, P > 0,998).
  Samantekt: Þrátt fyrir að Frisancho jafnan spái ágætlega fyrir um ALST og heildarvöðvamassa þá spá einfaldar líkamshlutamælingar betur fyrir um ALST sem svo er hægt að nota til að meta heildarvöðvamassa.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Anthropometric measurements of the upper arm have been used to assess skeletal muscle (SM)
  and nutritional status. However, these assessments have never been validated. SM, which is found mainly within
  the appendicular lean soft tissue (ALST), is a biologically important body compartment. Simple, accurate,
  affordable and practical methods that can be applied in clinical and field settings to estimate both SM and
  ALST remain difficult to develop.
  Purpose: To evaluate the strength of the Frisancho equation (upper arm SM area) to predict SM and to develop
  and to cross-validate ALST from simple anthropometric measurements in healthy 18 year-olds, using dualenergy X-ray absorptiometry (DXA) as the reference method. Since most of SM is located in the limbs and
  because most of ALST is SM, it was possible to use DXA as a reference method for estmation of ALST and
  thereby SM.
  Methods: Height, weight, upper arm circumference, seven (subscapular, triceps, chest, midaxillary, abdomen,
  suprailiac, and thigh) skinfolds (7SKF) and three (triceps, abdomen and thigh) skinfolds (3SKF) were measured
  in 245 (129 men: 182.1 ± 6.4 cm, 76.6 ± 12.1 kg, 49.8 ± 10.3 cm2, 105.2 ± 50.2 mm, 53.6 ± 24.0 mm; 116 women: 168.1 ± 5.6 cm, 62.8 ± 8.3 kg, 29.3 ± 5.5 cm2, 143.9 ± 40.3 mm, 79.8 ± 19.9 mm) healthy 18 year-olds.
  Estimates of whole body and regional body composition were obtained via DXA and ALST was used to calculate whole body SM. Subjects were randomized into developmental group (DEV=185) and crossvalidation group (CV=60).
  Results: No difference was found in the physical characteristics between the DEV and CV groups. The upper
  arm SM area from the Frisancho equation predicted ALST (22.9 ± 5.1 kg, r = 0.90, SEE = 2.4 kg, P < 0.001), whole body SM (26.8 ± 6.0 kg, r = 0.90, SEE = 2.8 kg, P < 0.001), and upper arm LST (2.9 ± 0.9 kg, r = 0.92, SEE = 0.37 kg, P < 0.001) moderately well in the whole group. An equation predicting ALST from weight, 3SKF and gender cross-validated well (R2 = 0.90, SEE = 1.7 kg, P < 0.001) as did equation based on weight, 7SKF and gender (R2 = 0.91, SEE = 1.6 kg, P < 0.001). In these two prediction equations, the slope and intercept did not differ from the line of identity (P > 0.05).
  The final prediction equations were based on the whole sample: ALST(3SKF) = 1.572 + 0.372(weight) – 0.086(∑3SKF) + 1.788(sex) (R
  2= 0,94; SEE = 1,3 kg)ALST(7SKF) = 0.176 + 0.387(weight) – 0.045(∑7SKF) + 2.106(sex) (R2
  = 0,95; SEE = 1,3 kg) The error scores from all the final equations were normally distributed, homoscedastic, and not related to predicted scores (r = 0.0, P > 0.998). Conclusion: Although the Frisancho equation does predict sufficiently ALST and whole body SM, simple anthropometric measurements better predict ALST, which can then be used to estimate whole body SM.

Styrktaraðili: 
 • Íþróttasjóður Menntamálaráðuneytisins, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóður Kennaraháskóla Íslands, Íslensk getspá og World Class.
Samþykkt: 
 • 20.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einfaldar líkamshlutamælingar og geta þeirra til að áætla magran mjúkvef í útlimum.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna