is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13551

Titill: 
  • Fjárhagsaðstoð með námsstyrk: Afdrif notenda í Reykjavík þremur og fimm árum eftir að aðstoð lauk
  • Titill er á ensku Social assistance with education grants: What became of recipients in Reykjavík three and five years after the education grants had stopped
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif notenda fjárhagsaðstoðar á námsstyrk þremur og fimm árum eftir að námsstyrk lauk. Rannsókninn byggir á megindlegri aðferðarfræði þar sem lagður var fyrir spurningarlisti símleiðis haustið 2012. Spurningalistinn var lagður fyrir þá einstaklinga sem höfðu lokið námsstyrkstímabili í maí 2007 og í maí 2009. Svarhlutfall í rannsókninni var 82%.
    Helstu niðurstöður voru þær að 45% þeirra sem luku námsstyrkstímabilinu á árunum 2007 og 2009 voru virkir á vinnumarkaði. 41% höfðu farið í frekara nám að loknu námi á námsstyrk. Einungis 1% hafði komið aftur inn á fjárhagsaðstoð eftir að hafa lokið námsstyrkstíma. 82% töldu að fjárhagur sinn hefði batnað eftir námsstyrkstímann. 74% töldu að félagsleg staða sín hefði batnað og voru 93% ánægð með félagslega stöðu sína eins og hún er í dag. 92% voru við góða andlega og líkamlega heilsu. 89% sögðu að líkamlegri heilsu sinni hefði ekki hrakað síðan þeir luku námsstyrkstímanum og 90% sögðu að andlegri heilsu sinni hefði ekki hrakað eftir lok tímans. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að námsstyrkurinn hafi almennt stuðlað að betri lífshögum þátttakenda.. Af 83% þátttakenda sem settu sér markmið sáu 69% fram á að ná þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér. Þegar á heildina er litið jukust lífsgæði þátttakenda eftir að hafa lokið námsstyrkstímanum.

  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of this research was to examine what became of social assistance recipients in the form of education-grants three and five years respectively after the education-grants had stopped. This was a quantitative study based on a questionnaire survey presented to participants by phone in the autumn of 2012. The questionnaire was submitted to individuals who had stopped receiving social assistance educationalgrants in May 2007 and May 2009. The response rate in the study was 82%.
    The main conclusions were that 45% of those who finished the social assistance educational-grants in the period of may 2007 and may 2009 were active in the job market. 41% had pursued further education after they stopped receiving the social assistance educational-grant. Only 1% had re-entered social assistance after they had finished the grant. 82% believed that theire financial status had gotten conesiderably better since finishing theire education with the help of the social assistance educational-grant. 74% believed that theire social status had improved because of the social assistance grant and 93% were happy with ther social status as it is today. 92% were in good mental and physical health. 89% claimed that theire physical health had not deteriorated since finishing the social assistance grant. 90% claimed that theire mental health had not deteriorated since finishing the social assistance grant. The findings of this study indicate that the social assistance educational-grant plays an important role in the recipients status today. 83% of recipients of the social assistance educational-grant had set themselves some goals when they first started theire studies and 69% of them managed to reach those goals. When looking at the entire perspective it can be concluded that recipients increased there quality of life by participating and finishing the soical assistance educational-grant.

Samþykkt: 
  • 20.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurjon_ritgerd_lokaeintak.pdf500.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna