is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13556

Titill: 
 • Fullkomin lausn eða skást fyrir alla. Reynsla fullorðinna skilnaðarbarna af jafnri búsetu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu fullorðinna skilnaðarbarna af jafnri búsetu eftir skilnað foreldra og fá með því innsýn í aðstæður þessa hóps. Ekki hefur áður verið leitað til fullorðinna skilnaðarbarna til að kanna upplifun þeirra og reynslu hér á landi.
  Könnuð var upplifun viðmælenda af samskiptum milli foreldra fyrir og eftir skilnað, hvað viðmælendur teldu vera jákvætt og neikvætt við jafna búsetu og í hversu miklu mæli viðmælendur voru spurðir álits á ákvörðunum varðandi búsetu í tengslum við skilnaðinn. Framkvæmd rannsóknarinnar hófst í júlí 2012 og lauk í nóvember sama ár.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplifun og reynsla viðmælanda var almennt jákvæð en fjölbreytt varðandi þá þætti sem rannsakaðir voru. Samskipti milli foreldra höfðu ekki endilega áhrif á upplifun viðmælenda sem kemur á óvart miðað við það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á. Þrátt fyrir þetta var hægt að tengja samskipti milli foreldra við mörg þeirra atriða sem höfðu áhrif á upplifun viðmælenda af jafnri búsetu. Helstu kostir sem bent var á tengdust samskiptum og samveru viðmælenda við báða foreldra og þátttöku beggja í daglegu lífi viðmælenda. Ókostirnir sem komu fram voru praktísk vandamál svo sem að koma dótinu sínu á milli heimila.
  Sá lærdómur sem draga má af niðurstöðum rannsóknarinnar er að mikilvægt er að meta aðstæður hvers einstaks barns þegar verið er að taka ákvörðun um búsetu eftir skilnað foreldra meðal annars með tilliti til samskipta foreldra.

Samþykkt: 
 • 20.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð jöfn búseta.pdf699.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna