is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13557

Titill: 
  • Viðhorf félagsráðgjafa til gagnreyndra aðferða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf félagsráðgjafa til gagnreyndra aðferða. Send var spurningalistakönnun á netinu til 460 félagsráðgjafa sem skráðir voru í Félagsráðgjafafélag Íslands í október árið 2012. Rannsóknarspurningarnar voru: „Hver eru viðhorf félagsráðgjafa á Íslandi gagnvart notkun gagnreyndra aðferða?“ og „Hvað hefur áhrif á viðhorf félagsráðgjafa á Íslandi til notkunar gagnreyndra aðferða?“. Niðurstöður sýna að konur eru jákvæðari en karlar í garð notkunar gagnreyndra aðferða, sérstaklega ef krafa er gerð til þeirra um innleiðingu. Yngri eru jákvæðari en þeir eldri í garð innleiðingar gagnreyndra aðferða sem og þeir sem lokið hafa meistaragráðu eða hærri menntun. Félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögum og ríki eru jákvæðari fyrir innleiðingu en þeir sem starfa hjá öðrum aðilum. Félagsráðgjafar sem starfa á stærri vinnustöðum eru jákvæðir í garð innleiðingar. Þeir félagsráðgjafar sem starfa við úttektir og mat á þjónustu og einnig þeir sem sinna endurhæfingu hafa neikvæðari viðhorf til notkunar gagnreyndra aðferða en aðrir hópar. Félagsráðgjafar undir miklu starfsálagi eru jákvæðir til innleiðingar og einnig þeir sem hafa mikla ánægju af starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar má nýta til að bæta vinnuaðferðir, auka við þekkingu félagsráðgjafa á gagnreyndum aðferðum og opna fyrir umræðu á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 20.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf félagsráðgjafa til gagnreyndra aðferða.pdf1,72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna