is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13561

Titill: 
  • Ólöglegt niðurhal: Upplýsingahegðun og viðhorf einstaklinga sem sækja höfundarvarið afþreyingarefni með jafningjanetum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og upplýsingahegðun einstaklinga sem hlaða afþreyingarefni niður með jafningjanetum (p2p network). Þó dreifing og niðurhal höfundarvarins efnis með jafningjanetum sé ólöglegt velja margir þá leið til að nálgast afþreyingarefni. Notuð var eigindleg aðferðafræði við rannsóknina og opin viðtöl tekin við sex notendur jafningjaneta á aldrinum 25-35 ára. Viðtölin voru þemagreind og þeim beitt til að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða hlutverki gegnir ólöglegt niðurhal í upplýsingahegðun viðmælenda? Hvaða viðhorf hafa viðmælendur til samfélagsins í tengslum við ólöglegt niðurhal? Í ljós kom að viðmælendur beittu ólöglegu niðurhali vegna þeirra takmarkana sem stóðu í vegi fyrir löglegum aðgangi að afþreyingarefninu. Má þar nefna hátt verð þess, lítið úrval, hár aldur efnisins sem dreift var löglega og takmarkaður tími viðmælenda til að fylgjast með afþreyingarefninu. Viðmælendur gerðu sér einnig grein fyrir ókostum ólöglegs niðurhals sem fólust í lögbroti og tilfinningunni fyrir því að vera að stela frá þeim sem bjó verkið til. Viðmælendum þótti auðveldara að horfa framhjá ókostum ólöglegs niðurhals heldur en að sætta sig við takmarkanir löglegra leiða. Ólöglegt niðurhal hefur lítil áhrif á viðtökur íslensks afþreyingarefnis hjá viðmælendum nema í formi aukinnar samkeppni um athygli þeirra. Þá hefur mótast umræða og endurvinnsla á afþreyingarefni á netinu sem viðmælendur geta tekið þátt í vegna jafningjanetanna.

Samþykkt: 
  • 20.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöglegt niðurhal.pdf537.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna