is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13564

Titill: 
 • Aðstæður reykvískra foreldra: Félagslegt tengslanet, tómstundir og almennt heilsufar barna
Útgáfa: 
 • Maí 2012
Útdráttur: 
 • Aðstæður reykvískra foreldra sem þiggja fjárhagsaðstoð eru um sumt ólíkar aðstæðum foreldra sem njóta atvinnuleysisbóta eða eru í launaðri vinnu. Foreldrar sem þiggja fjárhagsaðstoð eru í meirihluta ungar, einhleypar konur og algengt er að þær hafi ekki menntað sig að loknum grunnskóla. Aftur á móti er meirihluti reykvískra foreldra í launaðri vinnu með háskólapróf.
  Reykvískir foreldrar sem njóta fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg og foreldrar á atvinnuleysisbótum hitta vini og ættingja oftar en í foreldrar í launaðri vinnu. Þrátt fyrir meiri samskipti við vini og ættingja, geta foreldrar sem þiggja fjárhagsaðstoð síður reitt sig á að fólk sem ekki býr á heimilinu aðstoði við umönnun barna, heimilisstörf eða viðhald húsnæðis, en foreldrar í launaðri vinnu.
  Í heild má segja að niðurstöður könnunarinnar sýni að atvinnustaða reykvískra foreldra skiptir máli fyrir aðstæður fjölskyldunnar. Athygli vekur að foreldrar sem eru viðtakendur fjárhagsaðstoðar eru í erfiðri stöðu hvað varðar fjárhag, menntun og félagslega virkni (utan stórfjölskyldunnar) og þurfa oftar að vinna með sértækan vanda barna sinna. Þessir foreldar eru samkvæmt niðurstöðum ekki að nýta þau úrræði sem þeim stendur til boða. Virkni barna þeirra í tómstundastarfi kann að vera tengd öðrum áhugasviðum en rúmast innan tómstundakortsins og það kallar á endurmat úrræðisins. Hins vegar kann mismunandi virkni barna á vissum sviðum tómstunda líka að eiga rætur í vanda foreldranna, álagi eða úrræðaleysi og því þarf að mæta með aukinni samvinnu stofnana og starfsmanna, félagslegri ráðgjöf og markvissri fjölskylduvinnu.

ISSN: 
 • .
ISBN: 
 • 978-9935-9075-4-7
Athugasemdir: 
 • Unnið fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 20.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
adstaedur_reykviskra_foreldra2012.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna