is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13566

Titill: 
 • Þátttaka, aðlögun og virkni fósturbarna í nýjum skóla. Eftir afskipti barnaverndaryfirvalda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að frumkvæði Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) var hafist handa við undirbúning að rannsókn sem hafði að markmiði að kanna aðlögun, þátttöku og virkni fósturbarna á vegum barnaverndaryfirvalda við komu í nýjan skóla. Rannsókn þessi er hluti stærri rannsóknar og byggir á megindlegri aðferð og var skólastjórnendum send netútgáfa af spurningalista í október 2012. Leitað var eftir reynslu og mati skólastjórnenda á því þegar fósturbörn á vegum barnaverndaryfirvalda koma í nýjan skóla og hvort skólastjórnendur álíti að upplýsingagjöf barnaverndarnefnda um fósturbarnið við upphaf skólagöngu sé nægjanleg að þeirra mati. Einnig var leitað upplýsinga um gæði samstarfs við fósturforeldra sem og barnaverndarnefndir að mati skólastjórnenda og spurt um námslega færni, félagslega virkni og líðan fósturbarna. Þegar fjallað er um fósturbörn er vísað til 65. gr. barnverndarlaga nr. 80/2002.
  Niðurstöður sýna að 70% skólastjórnenda meta það svo að fósturbörn á vegum barnaverndaryfirvalda eigi í námserfiðleikum og tveir þriðju hluti þeirra meta það svo að fósturbörn eigi líka við geðræna erfiðleika að stríða. Ríflega helmingur skólastjórnenda telur að upplýsingar séu ekki nægjanlegar um fósturbarn við upphaf skólagöngu þess í nýjum skóla. Um 10% skólastjórnenda vissu ekki hvort nægjanlegar upplýsingar hefðu borist skólanum við upphaf skólagöngu fósturbarns og 60% þeirra telja að fósturbörn taki minni þátt en jafnaldrar í íþróttastarfi. Marktækur munur var á mati skólastjórnenda á gæðum samstarfs skóla og barnaverndarnefnda annars vegar og gæðum samstarfs skóla við fósturforeldra hins vegar. Mun betra samstarf var við fósturforeldra að mati skólastjórnenda.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa nokkuð skýrar vísbendingar um að bæta þurfi enn frekar framkvæmd, verklag og upplýsingamiðlun milli grunnskóla og barnaverndar þegar kemur að fósturráðstöfunum.

 • Útdráttur er á ensku

  At the initiative of the Research Foundation inCentre for Children and Family Research (RBF) research study was initiated with the aim of investigating integration,participation and interaction of foster children within child protection atarrival to a new school. This research forms part of larger quantitative study where school administrators were sent an internet questionnaire in October 2012. The aim was to gauge the experience and perception of the administrators of foster children at the hands of child protection services join a new school and whether the administrators thought they were given sufficient information on the child from child protection services at the beginning of the school year. The administrators opinion on the quality of the collaboration with foster parents was also sought as well as child protection authorities and they were asked to comment on learning aptitude,social interaction and the well being of the foster children. When referring to children in foster care reference is made to the 65th article of childprotection law number 80/2002. The findings show that 70% of the administrators think foster children comingin via child protection services have learning difficulties and that 67% of administrators say foster children show signs of emotional disturbances. Over half think the information on the foster child on their arrival to a newschool is insufficient, with 10% not knowing whether sufficient information had been received and 60% of administrators think foster children take a less active part than their peers in sport activities. There was a significant difference between the quality of the collaboration between schools and child protection services on one hand, and between the school andthe foster parents on the other according to the administrators.The findings of this research give a strong indication that the execution, working methods and information share between schools and child protection services still requires improvement with regards to foster care measures.

Samþykkt: 
 • 27.12.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þátttaka, aðlögun og virkni fósturbarna í nýjum skóla. Eftir afskipti barnaverndaryfirvalda.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna