is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1358

Titill: 
  • Hugarafl ... það er kraftur í þessu : upplifun fólks með geðröskun á áhrif þátttöku í notendasamtökum á daglegt líf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þýðingu Hugarafls fyrir meðlimi þess og hvaða áhrif þátttaka í Hugarafli hefði á daglegt líf þeirra. Hugarafl eru samtök fólks með geðröskun og iðjuþjálfa. Markmið samtakanna er að vinna að bættri geðheilbrigðisþjónustu og gegn fordómum. Unnið á jafningjagrundvelli og samkvæmt hugmyndafræði vldeflingar. Notuð var eigindleg aðferðarfræði sem gefur þátttakendum tækifæri til að tjá eigin upplifun og reynslu Þátttakendur voru sex, tveir karlmenn og fjórar konur. Þátttakendur buðu sig allir fram eftir að hafa fengið í hendur kynningarbréf frá rannsakendum. Allir höfðu starfað með Hugarafli í. níu mánuði eða lengur og þrír frá stofnun samtakanna sumarið 2003. á. Gagnasöfnun fór fram með hálfopnun viðtölum þar sem stuðst var við viðtalsramma matstækisins Occupational Performance History Interview II. Viðtölin voru lesin yfir af báðum rannsakendum, kóðuð opið og dregin út þrjú þemu: afl, nýtt líf og samfélagið. Niðurstöður rannsókarinnar sýndu að Hugarafl er uppspretta mikils afls í lífi þátttakenda sem felst í hugsjón samtakanna, vinnunni sem þar er unnin, baklandinu sem þeir hafa og jafningjatenglunum sem færa þeim m. a. sjálfsvirðingu. Breyting átti sér stað í daglegu lífi allra þátttakendanna, þeir öðluðust nýtt líf. Meiri regla var komin á líf þeirra og betri stjórnun á tilveru þeirra. Flestir upplifðu meira jafnvægi milli skylduverkefna og frítíma og samskipti við fjölskyldu og vini voru betri. Þeim leið betur og líkaði vel að starfa í Hugarafli. Verkefnin sem þau unnu að voru spennandi og höfðu gildi fyrir þátttakendur. Afl það sem fólst í Hugarafli náði ekki bara að skapa meðlimum þess nýtt líf heldur hafði það áhrif á samfélagið. Meðlimir Hugarafls töldu að viðhorf í samfélaginu til geðsjúkra væru fordómaminni og sáu fram á breytingar í geðheilbrigðiskerfinu í framtíðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar eru iðjuþjálfum hvatning til að halda áfram að ýta undir starfsemi sem þessa enda samræmist hugmyndafræði iðjuþjálfa afar vel vinnu með samtökum eins og Hugarafli.
    Lykilhugtök: Hugarafl, jafningjagrundvöllur, valdefling, eigindleg rannsókn.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hugarafl.pdf208.85 kBOpinnHugarafl - heildPDFSkoða/Opna
Hugarafl_viðaukar0001.pdf3.58 MBOpinnHugarafl - viðaukarPDFSkoða/Opna