is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13582

Titill: 
 • „Þekking er öryggi.“ Breytingar á öryggishneigð einstaklinga innan skipulagsheildar
 • Titill er á ensku "Knowledge is safety." Changes in safety behavior in an organization
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að meta þá breytingu sem átti sér stað hvað varðar öryggismenningu og öryggishneigð starfsmanna stórs framleiðslufyrirtækis í kjölfar innleiðingar aðferðafræðinnar öruggt atferli (e. Behaviour Based Safety). Ætlunin var að auka skilning á upplifun þeirra sem tóku þátt í innleiðingarferlinu og þannig einangra þau atriði sem virkuðu vel og þau sem síður skiluðu árangri. Kenningar um stofnanafrumkvöðla voru nýttar samhliða fræðilegri umfjöllun um öruggt atferli til að varpa ljósi á hvernig unnt sé að auka drifkraft og lögmæti þeirra breytinga sem aðferðafræðin stendur fyrir. Þá var fræðileg umfjöllun um stofnanakenningar nýtt til að stoppa upp í fræðilegt holrými sem einkennir aðferðafræðina um öruggt atferli en þær kenningar varpa ljósi á ástæður breytingatregðu. Tregða til breytinga er fyrirbæri sem aðferðafræði öruggs atferlis viðurkennir en skilgreinir ekki frekar.
  Notast var við eigindlega tilviksrannsókn til að ná fram viðhorfum framlínustarfsmanna fyrirtækisins í garð þeirra breytinga sem kappkostað hefur verið að ná í gegn sem og upplifun þeirra á ferlinu.
  Megin niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nýliðun, ytri áhrifaþættir og viðhorfsbreyting innan fyrirtækisins hafi undirbúið skipulagsheildina fyrir breytingu og útbúið umhverfi sem var meðtækilegt fyrir nýjungum og leyfði í raun kvika breytingu á skipulagi heildarinnar.
  Niðurstöðurnar sýna einnig að áhersla á innleiðingu ákveðinna öryggistóla hefur verið í ójafnvægi við fræðslu starfsmanna sem leiðir af sér aðskilnað milli tólanna og þess sem í raun er gert (e. decoupling). Niðurstöðurnar undirstrika þannig mikilvægi þekkingarmiðlunar samhliða notkun á öryggistólum. Niðurstöðurnar sýna að með því að nota skilvirka þekkingarmiðlun má markvisst byggja upp rökrænt lögmæti í garð breytinga og ýta þannig undir stofnanavæðingu aðferðafræðinnar um öruggt atferli.

Samþykkt: 
 • 4.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekking er öryggi - Breytingar á öryggishneigð einstaklinga innan skipulagsheildar.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna