is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13583

Titill: 
 • Reglur um sönnun og óbein sönnunargögn
 • Titill er á ensku Rules on Proof and Indirect Evidence
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megingrunnur sakamálaréttarfars eru lög um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þar er að finna ákvæði sem gilda um sönnun. Reglulega spinnast umræður um hvort dómstólar hafi metið sakleysi eða sekt ákærða á réttann hátt og hvort rétt tillit hafi verið tekið til allra framlagðra sönnunargagna í máli. Reglur sem gilda um sönnun eru af margvíslegum toga en allar hafa þær sameiginlegt að vera til þess fallnar að ná fram efnislegum sannleik í hverju dómsmáli.
  Meginefni ritgerðarinnar er sönnun í sakamálum. Sérstök áhersla er lögð á að rannsaka notkun óbeinna sönnunargagna við rekstur sakamála og gera grein fyrir hvaða sönnunargildi þau hafa. Ljóst er að þýðing þeirra við rekstur sakamála hefur farið vaxandi síðustu ár.
  Í öðrum kafla ritgerðarinnar er fjallað stuttlega um helstu atriði um sönnun í sakamálum og hvernig sönnun þróaðist úr því að vera formbundin yfir í meginregluna um frjálst sönnunarmat dómara. Þá eru hugtökin ,,bein og óbein sönnun“ skýrð stuttlega.
  Í þriðja kafla er fjallað um allar helstu reglur sem gilda um sönnun í sakamálum. Meðal annars er gerð grein fyrir við hvaða aðstæður sönnunarstaða getur breyst við meðferð máls, þ.e. hvenær sönnunarbyrði getur snúist við og við hvaða aðstæður þögn ákærða kann að verða túlkuð honum í óhag. Þá er gerð grein fyrir meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu í héraði og hvenær heimilt er að víkja frá henni. Sömuleiðis er gerð grein fyrir reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti og hvenær réttinum er heimilt að snúa við niðurstöðu héraðsdóms, ákærða í óhag.
  Í fjórða kafla er fjallað um reglur sem gilda um öflun sönnunargagna annars vegar hjá rannsakendum og hins vegar ákærða. Þá er gerð grein fyrir sjónarmiðum sem rannsakendur verða að hafa að leiðarljósi við öflun sönnunargagna og sjónarmiðum sem gilda þegar sönnunargagna er aflað með ólögmætum hætti.
  Í fimmta kafla er fjallað um meginregluna um frjálsa sönnunarfærslu í sakamálum. Þá er gerð grein fyrir kostum og ókostum hennar, sannleiksreglunni og reglunni um upplýsingaskyldu dómara. Einnig er gerð grein fyrir hvenær takmarkanir á frjálsri sönnunarfærslu geta átt við.
  Í sjötta kafla er gerð ítarleg grein fyrir skiptingu sönnunargagna í sakamálum. Í fyrsta lagi er fjallað um framburð ákærða og í öðru lagi framburð vitna, þ.á m. framburð brotaþola. Í þriðja lagi er fjallað um matsgerðir, tilgang og mikilvægi þeirra og hvenær heimilt er að óska eftir slíkri gerð. Í fjórða og síðasta lagi er fjallað um skjöl, sem annars vegar hafa orðið til vegna reksturs sakamáls og hins vegar sem ekki hafa orðið til við reksturs þess, og önnur sýnileg sönnunargögn. Jafnframt er gerð grein fyrir mikilvægi fyrrgreindra sönnunargagna og sjónarmiðum sem gilda við mat á sönnunargildi þeirra.
  Í sjöunda kafla er fjallað sérstaklega og nánar um óbein sönnunargögn í íslenskum rétti. Hugtökin ,,bein og óbein sönnunargögn“ eru skilgreind og mörkin milli þeirra tveggja skýrð. Þá er fjallað um við hvaða aðstæður sönnunargögn skiptast í bein og óbein. Sérstök grein er gerð fyrir sönnunargildi óbeinna sönnunargagna í íslenskum rétti og álitaefnum sem þeim eru tengd.
  Í áttunda kafla eru loks niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

Samþykkt: 
 • 4.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reglur um sonnun og obein sonnunargogn - ThelmaThorbjorgSigurdardottir.pdf613.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna